FÍ Gönguferðir eldri og heldri

FÍ Gönguferðir eldri og heldri hefjast á ný

Það er fátt eins heilsubætandi og góður göngutúr nema þá kannski göngutúr í skemmtilegum hópi. Ferðafélag Íslands ætlar því aftur af stað með gönguferðir fyrir eldri og heldri félaga.

Gengið verður tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum, ýmist í Elliðaárdal eða Öskjuhlíð. Göngurnar hefjast kl. 10 á morgnana og eru um 60-90 mínútna langar. Á mánudögum hittist hópurinn við Árbæjarlaug og á fimmtudögum við Perluna.

Fyrsta ganga haustsins verður mánudaginn 14. september en verkefninu lýkur 30. nóvember.

Gott er að vera í góðum gönguskóm og í viðeigandi útivistarfatnaði. Þá geta göngustafir líka komið sér vel. Þegar líður á haustið má gera ráð fyrir að broddar verði nauðsynlegir.

Facebooksíða verkefnisins:https://www.facebook.com/groups/ferdafelagislandseldriogheldri

Umsjón: Kolbrún Björnsdóttir.

Verð

Verð: 5.000 fyrir félagsmenn 
Verð: 12.900 Árgjald FÍ 2020 innifalið í verði

 

Loading...