FÍ Gönguferðir eldri og heldri

FÍ Gönguferðir eldri og heldri 

Það er fátt eins heilsubætandi og góður göngutúr nema þá kannski göngutúr í skemmtilegum hópi. Ferðafélag Íslands heldur úti gönguferðum fyrir eldri og heldri félaga FÍ.
Verkefnið hefst 14. sept  og stendur til 2. nóv og er við allra hæfi. Gengið verður tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum, frá ýmsum stöðum í Reykjavík. Göngurnar hefjast kl. 11 á morgnana og eru um 60-90 mínútna langar. Gengið verður um ýmis hverfi á Stór-Reykjavíkursvæðinu og ákveðið verður með viku fyrirvara frá hvaða stað verður gengið.

Þátttaka í verkefninu er ókeypis fyrir félagsmenn FÍ, en öllum er velkomið að taka þátt og greiða þeir þá árgjald, 8.500kr.

Nauðsynlegt er að skrá sig í verkefnið en ekki þarf að skrá sig í hverja göngu, aðeins mæta með góða skapið og göngugleðina. Myndir úr verkefninu.

Nánari upplýsingar á Fésbókarsíðu hópsins: FÍ Gönguferðir eldri og heldri

Facebooksíða verkefnisins: FÍ Gönguferðir eldri og heldri

Umsjón: Ólöf Sigurðardóttir.
Verð: 8500 árgjald FÍ 2023

Allir þátttakendur þurfa að greiða árgjald 2023 til að taka þátt í verkefninu og makar greiða hálft árgjald.

Ferðafélag Íslands áskilur sér rétt til að breyta, fresta eða endurskipuleggja dagskrá fjallaverkefna félagsins vegna sóttvarnarfyrirmæla eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka.

VERKEFNIÐ ER ORÐIÐ FULLBÓKAÐ. NÝTT VERKEFNI HEFST NÆSTA VOR 2024.

 

Birting myndefnis:
Þátttakendur í ferðum og námskeiðum FÍ samþykkja með þátttöku sinni að félaginu sé heimilt að taka myndir eða myndbönd af þátttakendum og nota í birtingu á heimasíðu, samfélagsmiðlum og prentmiðlum. Þátttakandi getur ávallt hafnað birtingu myndefnis af sér með því að senda póst á fi@fi.is.