FÍ Hjól og fjall

Um verkefnið

Hjól er afbragðs gott tæki til þess að stunda útivist með nýjum hætti. Á hjóli komast menn yfir lengri vegalengdir en gangandi og sjá land og náttúru með öðrum augum. Hjól og fjall á vegum FÍ snýst um að hjóla saman um forvitnilegar slóðir og stíga svo af hjólinu og taka stutta fjallgöngu eða langa eftir atvikum.

Hjólreiðar þjálfa jafnvægi, úthald og snerpu og margar rannsóknir sýna að fjölbreytt hreyfing er góð og því hentar vel að blanda saman hjólreiðum og göngu.

Umsjón: Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir.

Verð: 42.900 kr. Árgjald FÍ 2020 er innifalið.
Verð: 35.000 kr. Félagsmenn

Hvað þarf ég að eiga?

Þess er vænst að þátttakendur eigi fjallahjól og sæmilegan fatnað til skjóls og hlífðar á hjóli og göngu. Allir þurfa að eiga hjálm og hjólafestingu á bíl svo flytja megi hjólið á upphafsstað göngu. Léttur bakpoki undir nesti og annað er nauðsynlegur. Umsjónarmenn og fararstjórar vilja að ferðirnar séu í hefðbundnum anda Ferðafélags Íslands þar sem áhersla er lögð á fræðslu og upplýsingar um sögu þeirra slóða sem ferðast er um. Við viljum auðga andann um leið og við þjálfum líkamann og í þessum ferðum verða lesin ljóð sem fjalla um hjólreiðar með einum eða öðrum hætti.

Dæmigerður dagur

Dæmigerð ferð í anda þessa verkefnis gæti verið þannig að þátttakendur hittast á tilteknum stað þar sem hentar að hefja hjólreiðina. Þátttakendur hjóla saman í hóp og undir leiðsögn fararstjóra. Verkefnið er blanda af dagsferðum sem hefjast að morgni og standa fram eftir degi og kvöldferðum.

Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið að setja annað verkefni FÍ Hjól og fjall af stað.

Dagskrá FÍ Hjól og fjall II

Sjá nánari útlistun á hverri ferð neðar á síðunni en dagsetningar eiga við Hjól og fjall I

Hvenær Hvað Hvar Lengd hjól/ganga
30. ág Dagsferð Í Skorradal 40km hjól /4 km ganga
08.sept Kvöldferð Við Lækjarbotna 10 km hjól 2 km ganga
15.sept Kvöldferð Rauðhólar 15 km hjól 2 km ganga
20. sept Dagsferð Gunnarsholt/Hekla 40 km hjól 6 km ganga
22. sept Kvöldferð Vífilsstaðir 15 km hjól 5 km ganga
26. sept Dagsferð Snæfellsjökull 50 km hjól 4 km ganga
3.okt Dagsferð Mýrdalssandur 40 km hjól 4 km ganga
6. okt Kvöldferð Höskuldarvellir 10 km hjól 1 km ganga
11. okt Dagsferð Húsafell 30 km hjól 11 km ganga
20 okt Kvöldferð Ölkelduháls 10 km hjól 4km ganga
24. okt Dagsferð Meðalfell 30 km hjól 3 km ganga

 

Athugið að dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar vegna veðurs og/eða annarra aðstæðna.

Skráning í FÍ Hjól og fjall II

Skráning í verkefnið er hér að neðan. Veljið fjölda þátttakanda og smellið á græna BÓKA hnappinn.

Þegar þú ert búin að fylla út allar upplýsingar og samþykkja skilmálana smellirðu á bláa GREIÐA hnappinn og þá ertu fluttur yfir á greiðslusíðu Valitors, þar sem hægt er að ganga frá greiðslunni með debet eða kreditkorti.

Hægt er að skipta greiðslunni með Kortaláni frá Valitor. Nánari upplýsingar á skrifstofu FÍ í síma 568 2533.

Búið er að loka fyrir skráningu í verkefnið.

 

Dagskrá FÍ Hjól og fjall I

Sjá nánari útlistun á hverri ferð neðar á síðunni

Hvenær Hvað Hvar Lengd hjól/ganga
20. ág. Kynningarfundur Facebooksíða Ferðafélagsins  
29. ág. Laugardagur Í Skorradal 40km/4km
2. sept. Miðvikud.kvöld Við Lækjarbotna 10km/2km
13. sept. Sunnudagur Mýrdalssandur 40km/4km
16. sept. Miðvikud.kvöld Rauðhólar 15km/2km
19. sept Laugadagur Gunnarsholt/Hekla 40 km hjól 6 km ganga
27. sept. Sunnudagur Snæfellsjökull 50km/4km
30. sept. Miðvikud.kvöld Höskuldarvellir 10km/1km
7. okt. Miðvikud.kvöld Vífilsstaðir 15km/5km
10. okt. Laugardagur Húsafell 30km/11km
14. okt.  Miðvikud.kvöld Ölkelduháls 10km/4km
25. okt. Sunnudagur Meðalfell 30km/3km

 

Athugið að dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar vegna veðurs og/eða annarra aðstæðna.

Skráning í FÍ Hjól og fjall I

Skráning í verkefnið er hér að neðan. Veljið fjölda þátttakanda og smellið á græna BÓKA hnappinn.

Þegar þú ert búin að fylla út allar upplýsingar og samþykkja skilmálana smellirðu á bláa GREIÐA hnappinn og þá ertu fluttur yfir á greiðslusíðu Valitors, þar sem hægt er að ganga frá greiðslunni með debet eða kreditkorti.

Hægt er að skipta greiðslunni með Kortaláni frá Valitor. Nánari upplýsingar á skrifstofu FÍ í síma 568 2533.

Búið er að loka fyrir skráningu í verkefnið.

Nánari lýsing einstakra ferða í Hjól og Fjall I:

 

Laugardagur 29 ágúst

Umhverfis Skorradalsvatn og gengið á Hestfjall

Þáttakendur hittast við Grjóteyri í Skorradal kl. 10.00. Við tekur 40 km hjólahringur umhverfis Skorradalsvatn að mestu á malarvegi. Að auki verður gengið á Hestfjall vestan vatnsins og hugað að fágætum steinum en fjallið er einn af fundarstöðum jaspis í Borgarfirði.

Hækkun á göngu ca. 200 metrar og vegalengd ca. 4 km.

 

Miðvikudagur 2. september

Hringur um Selfjall við Lækjarbotna

Þátttakendur hittast við Lækjarbotna og hjóla saman umhverfis Selfjall eftir línuvegum og stígum. Gengið á Selfjall. Vegalengd á hjóli 10 km en vegalengd á göngu 2 km með 100 metra hækkun.

 

Sunnudagur 13. september

Umhverfis Hafursey

Þátttakendur hittast við Múlakvísl á Mýrdalssandi og hjóla þaðan eftir gömlum þjóðvegi upp að Hafursey á Mýrdalssandi og ganga á eyna í leiðinni. Hjólað verður hring um eyna. Skoðaðir hellar í Hafursey þar sem ferðamenn gistu til forna. Hugsanlega farið að íshelli í Mýrdalsjökli. Vegalengd á hjóli 40 km. Vegalengd á göngu 4 km og 400 metra hækkun.

 

Miðvikudagur 16. september

Heiðmörk og Rauðhólar

Þáttakendur hittast við Rauðhóla og hjóla saman um Heiðmörk og klífa a.m.k. Einn Rauðhólanna í lokin. 15 km hjól 2 km ganga og 100 m hækkun

 

Laugardagur 19. september

Eyðibýli austan Rangár að rótum Heklu

Þátttakendur hittast við Gunnarsholt og hjóla þaðan norður með Rangá með viðkomu á fornum eyðibýlum og þingstöðum á bökkum árinnar. Leiðin liggur allt að rótum Heklu en síðan er komið til baka um Brekknaheiði eftir fáförnum slóðum. Gengið á Selsundsfjall. Vegalengd á hjóli 40 km. Vegalengd á göngu ca. 6 km með 250 metra hækkun.

 

Sunnudagur 27. september

Umhverfis Snæfellsjökul

Þátttakendur hittast á Arnarstapa og hjóla þaðan vestur nes, upp Eysteinsdal á Jökulháls og koma til baka niður hálsinn fyrir austan hinn magnaða Snæfellsjökul. Gengið verður á Bárðarkistu til að sækja orku úr jöklinum. Vegalengd á hjóli 50 km með 700 metra hækkun og vegalengd á göngu 4 km með 400 metra hækkun.

 

Miðvikudagur 30. september

Höskuldarvellir -Sog

Þátttakendur hittast við Höskuldarvelli og hjóla saman inn í Sog. Gengið um Sog og að Spákonuvatni. Gengið verður á Oddafell. Vegalengd á hjóli 10 km og vegalengd á göngu ca. 1 km.

 

Miðvikudagur 7. október

Umhverfis Vífilsstaðavatn

Þáttakendur hittast við Vífilsstaðavatn, hjóla saman umhverfis vatnið og yfir Vífilsstaðahlíð. Síðan inn eftir Búrfellsgjá til þess að ganga á Búrfellið. Vegalengd á hjóli 15 km. Vegalengd á göngu 5 km með 200 metra hækkun.

 

Laugardagur 10. október

Hringur frá Húsafelli

Þátttakendur hittast í Húsafelli og hjóla saman um Húsafellstungu að Barnafossum og þaðan aftur í Húsafell. Gengið á Strútinn. Vegalengd á hjóli 30 km. Vegalengd á göngu 11 km með 600 metra hækkun.

 

Miðvikudagur 14. október

Ölkelduháls

Þátttakendur hittast á Hellisheiði og hjóla saman inn að Klambragili þar sem farið verður í heita lækinn. Gengið á Ölkelduhnjúk. Vegalengd á hjóli 10 km en vegalengd á göngu 4 km með 100 metra hækkun.

 

Sunnudagur 25. október

Umhverfis Meðalfell í Kjós

Þátttakendur hittast við Kiðafell í Kjós og hjóla þaðan um Miðdal og Eilífsdal að Meðalfellsvatni og svo hring um vatnið. Gengið verður á Sandfell við Vindáshlíð. Vegalengd á hjóli 30 km en vegalengd á göngu 3 km með 300 metra hækkun.