FÍ Kvennakraftur

Um verkefnið

Kvennakraftur er æfinga- og útivistarverkefni fyrir konur sem vilja hreyfa sig úti í náttúrunni en að auki fá leiðsögn einkaþjálfara við styrktarþjálfun heima fyrir. Verkefnið stendur í tólf vikur, frá 10. september til 2. desembers. Hver vika samanstendur af alls fimm æfingum. Einni fjallgöngu, einu rólegu náttúruhlaupi, tveimur styrktaræfingum og einni teygjuæfingu. 
 
Náttúruhlaupin fara fram á mismunandi svæðum í og við borgina. Til dæmis í Heiðmörk, Öskjuhlíð, Búrfellsgjá, Reykjadal, Elliðaárhólma og við Vífilstaðavatn og Hvaleyrarvatn. Staðsetning hverju sinni fer eftir veðri en þegar veður er örlítið krefjandi er alltaf hægt að finna skjól í skógi. Annan sunnudaginn er gengið á fjall og hinn sunnudaginn er náttúruhlaup. Þetta er gert svo hópurinn nái bæði að hlaupa og fara í göngu í birtu og í rökkri haustins.
 

Æskilegt er að þátttakendur hafi gengið eitthvað á fjöll og reimað á sig hlaupaskó en ekki eru gerðar kröfur um mikla reynslu.

 
Umsjón: Kolbrún Björnsdóttir, leiðsögumaður, og Nanna Kaaber, íþróttafræðingur og einkaþjálfari.
 
Verð: 84.900 kr. Árgjald FÍ 2020 er innifalið.
Verð: 77.000 kr. Félagsverð.
 

Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið að setja annað verkefni FÍ Kvennakrafts af stað. Hóparnir ganga saman annan hvern sunnudag en eru annars aðskildir.

Kvennakraftur II

Dagskrá:

Hópurinn hittist á þriðjudögum og til skiptis á laugardögum og sunnudögum, í fjallgöngum og í hlaupum. Á miðvikudögum og föstudögum fá þátttakendur sendar styrktaræfingar í gegnum smáforrit þar sem þjálfari sýnir hvernig á að gera hverja æfingu fyrir sig. Á mánudögum er teygjudagur og fá þátttakendur sendar teygjurnar með sama hætti og styrktaræfingarnar. Stofnaður verður lokaður Facebook-hópur þar sem fróðleik og ráðum er miðlað og hópurinn getur átt samskipti.

 

8. sept.

Þriðjudagur

Kl. 18

Mosfell

12. sept.

Laugardagur

Kl. 10

Náttúruhlaup

15. sept.

Þriðjudagur

Kl. 18

Náttúruhlaup

20. sept.

Sunnudagur

Kl. 10

Glymur

22. sept.

Þriðjudagur

Kl. 18

Blákollur

26. sept.

Laugardagur

Kl. 10

Náttúruhlaup

29. sept.

Þriðjudagur

Kl. 18

Náttúruhlaup

4. okt.

Sunnudagur

Kl. 10

Vífilsfell

6. okt.

Þriðjudagur

Kl. 18

Esja að Steini

10. okt.

Laugardagur

Kl. 10

Náttúruhlaup

13. okt.

Þriðjudagur

Kl. 18

Náttúruhlaup

18. okt.

Sunnudagur

Kl. 10

Móskarðahnúkar

20. okt.

Þriðjudagur

Kl. 18

Úlfarsfell

24. okt.

Laugardagur

Kl. 10

Náttúruhlaup

27. okt.

Þriðjudagur

Kl. 18

Náttúruhlaup

1. nóv.

Sunnudagur

Kl. 10

Grænadyngja og Trölladyngja

3. nóv.

Þriðjudagur

Kl. 18

Sólarhringur við Vífilsstaðavatn

7. nóv.

Laugardagur

Kl. 10

Náttúruhlaup

10. nóv.

Þriðjudagur

Kl. 18

Náttúruhlaup

15. nóv.

Sunnudagur

Kl. 10

Háihnúkur / Akrafjall

17. nóv.

Þriðjudagur

Kl. 18

Skálafell

21. nóv.

Laugardagur

Kl. 10

Náttúruhlaup

24. nóv.

Þriðjudagur

Kl. 18

Náttúruhlaup

29. nóv.

Sunnudagur

Kl. 10

Helgafell Hfj.

 

Athugið að dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar vegna veðurs og/eða annarra aðstæðna.

Skráning í FÍ Kvennakraft II

Skráning í verkefnið er hér að neðan. Veljið fjölda þátttakanda og smellið á græna BÓKA hnappinn.

Þegar þú ert búin að fylla út allar upplýsingar og samþykkja skilmálana smellirðu á bláa GREIÐA hnappinn og þá ertu flutt yfir á greiðslusíðu Valitors, þar sem hægt er að ganga frá greiðslunni með debet eða kreditkorti.

 
Loading...

Kvennakraftur I

Dagskrá:

Hópurinn hittist á sunnudögum og fimmtudögum, í fjallgöngum og í hlaupum. Á þriðjudögum og föstudögum fá þátttakendur sendar styrktaræfingar í gegnum smáforrit þar sem þjálfari sýnir hvernig á að gera hverja æfingu fyrir sig. Á mánudögum er teygjudagur og fá þátttakendur sendar teygjurnar með sama hætti og styrktaræfingarnar. Stofnaður verður lokaður Facebook-hópur þar sem fróðleik og ráðum er miðlað og hópurinn getur átt samskipti.
 
 
10. sept. Fimmtudagur Kl. 18 Mosfell
13. sept. Sunnudagur Kl. 10 Náttúruhlaup
17. sept. Fimmtudagur Kl. 18 Náttúruhlaup
20. sept. Sunnudagur Kl. 10 Glymur
24. sept. Fimmtudagur Kl. 18 Blákollur
27. sept. Sunnudagur Kl. 10 Náttúruhlaup
1. okt.  Fimmtudagur Kl. 18 Náttúruhlaup
4. okt. Sunnudagur Kl. 10 Vífilsfell
8. okt.  Fimmtudagur Kl. 18 Esja að Steini
11. okt. Sunnudagur Kl. 10 Náttúruhlaup
15. okt. Fimmtudagur Kl. 18 Náttúruhlaup
18. okt. Sunnudagur Kl. 10 Móskarðahnúkar
22. okt. Fimmtudagur Kl. 18 Úlfarsfell
25. okt. Sunnudagur Kl. 10 Náttúruhlaup
29. okt. Fimmtudagur Kl. 18 Náttúruhlaup
1. nóv. Sunnudagur Kl. 10 Grænadyngja og Trölladyngja
5. nóv. Fimmtudagur Kl. 18 Sólarhringur við Vífilsstaðavatn
8. nóv. Sunnudagur Kl. 10 Náttúruhlaup
12. nóv. Fimmtudagur Kl. 18 Náttúruhlaup
15. nóv. Sunnudagur Kl. 10 Háihnúkur / Akrafjall 
19. nóv. Fimmtudagur Kl. 18 Skálafell
22. nóv. Sunnudagur Kl. 10 Náttúruhlaup
26. nóv. Fimmtudagur Kl. 18 Náttúruhlaup
29. nóv.  Sunnudagur Kl. 10 Helgafell Hfj.
 

Athugið að dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar vegna veðurs og/eða annarra aðstæðna.

Skráning í FÍ Kvennakraft I

Skráning í verkefnið er hér að neðan. Veljið fjölda þátttakanda og smellið á græna BÓKA hnappinn.

Þegar þú ert búin að fylla út allar upplýsingar og samþykkja skilmálana smellirðu á bláa GREIÐA hnappinn og þá ertu flutt yfir á greiðslusíðu Valitors, þar sem hægt er að ganga frá greiðslunni með debet eða kreditkorti.

Búið er að loka fyrir skráningu í Kvennakraft I

 
Loading...