FÍ Kvennakraftur - Haust

Um verkefnið 2023 haust  

Kvennakraftur er gönguverkefni ætlað byrjendum og þeim konum sem vilja ganga í góðum félagsskap án þess að fara hratt yfir. Hér er áherslan á að njóta fremur en að þjóta. Náttúruperlur í nágrenni Höfuðborgarsvæðisins eru margar og ætlum við að skoða nokkrar vel valdar perlur. Allir áfangastaðir eru í innanvið 40 mín akstursfjarlægð.
Gengið verður annað hvort þriðjudagsköld og annan hvorn laugadag í sömu vikunni, og frí í hinni vikunni. Verkefnið byrjar í byrjun sept og lýkur í byrjun des.  Myndir úr verkefninu.

Umsjón:
Agnes Ósk Sigmundardóttir og Steinunn Leifsdóttir

Smellið hér til að horfa á upplýsinga- og kynningarfundinn sem var 24. ágúst

Verð: 64.000 fyrir félagsfólk FÍ.
Verð: 72.500 árgjald FÍ 2023 innifalið í verði.

Allir þátttakendur þurfa að greiða árgjald 2023 til að taka þátt í verkefninu og makar greiða hálft árgjald.

 

Dagskrá FÍ Kvennakraftur haust 2023

Dagsetning Dagur Tími Áfangastaður Lengd / hækkun
9.sept Laugardagur 10:00 Þyrill 8 km / 390 m
12.sept Þriðjudagur 18:00 Búrfellsgjá 5.5 km / 120 m
23. sept Laugardagur 10:00 Stóra Skógfell & Sýlingarfell 9 km / 200 m
3. okt Þriðjudagur 18:00 Sandfell í Kjós 4 km / 200 m
7. okt Helgaferð    Vestmanneyjar */ **  
17. okt Þriðjudagur 18:00 Sköflungur 6 km / 300 m
21. okt Laugardagur 10:00 Eldvörp 11 km / 100 m
31. okt Þriðjudagur 18:00 Helgafell í Hfj 6 km / 300 m
4. nóv Laugardagur 10:00 Brynjudalur 9 km / 200 m
14. nóv Þriðjudagur 18:00 Reykjaborg og Lali 5 km / 250 m
18. nóv Laugardagur 10:00 Grímannsfell - Hjálmur 6 km / 300 m
28. nóv Þriðjudagur 18:00 Hólmsheiði 9 km / 200 m
2. des Laugardagur 10:00 Langihryggur og Stóri Hrútur 10 km / 300 m


* Rúta / sigling greiðist aukalega
** Gisting greiðist aukalega 

Ferðafélag Íslands áskilur sér rétt til að breyta, fresta eða endurskipuleggja dagskrá fjallaverkefna félagsins vegna sóttvarnarfyrirmæla í tengslum við Covid 19 eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka.

Afbókunarskilmálar fyrir fjalla-og hreyfiverkefni:

  • Afbókun eftir að verkefni er hafið: Engin endurgreiðsla.

Tryggingar: Ferðafélag Íslands tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar fyrir ferðir.

Birting myndefnis:
Þátttakendur í ferðum og námskeiðum FÍ samþykkja með þátttöku sinni að félaginu sé heimilt að taka myndir eða myndbönd af þátttakendum og nota í birtingu á heimasíðu, samfélagsmiðlum og prentmiðlum. Þátttakandi getur ávallt hafnað birtingu myndefnis af sér með því að senda póst á fi@fi.is.

 

Lámarks þátttaka : 20 manns

 

SMELLTU Á MYND TIL AÐ BÓKA