101 Austurland

Bókaforlagið Bókstafur er að gefa út nýja bók, 101 Austurland, gönguleiðir fyrir alla. Bókin, sem skrifuð er af leiðsögumanninum Skúla Júlíussyni, er full af skemmtilegum gönguleiðalýsingum sem henta vel bæði fjölskyldufólki og ferðamönnum. 

Lögð er áhersla á léttar gönguleiðir fyrir útivistarfólk á öllum aldri og hverri gönguleið fylgja góðar upplýsingar um leiðina, kort, myndir og meira að segja QR kóðar. Kóðana er hægt að skanna og fá þannig leiðirnar upp á Wikiloc. 

Bókin, sem væntanleg er í lok júní, er nú á sérstöku tilboðsverði í forsölu hjá útgefanda. Kostar hún 4.000 kr en mun kosta um 5.500 út úr búð þegar þar að kemur. 

Kaupa bókina í forsölu