Fréttir úr starfi félagsins

Skálaverðir farnir úr Landmannalaugum – skálinn lokaður fyrir veturinn


Hrekkjavaka í skóginum - Aflýst

Vegna ófærðar og mikillar snjókomu hefur verið ákveðið að aflýsa ferðinni Hrekkjavaka í skóginum með Ferðafélagi barnanna, sem átti að fara fram mánudaginn 28. október.

Ferðasögur frá félögum: Gengið af Rótarsandi á milli Högnhöfða og Rauðafells og austur að Úthlíð í Biskupstungum

Hér er stutt ferðasaga frá Leifi Þorsteinssyni um ferð sem hann fór um Rótarsand á milli Högnhöfða og Rauðafells og austur að Úthlíð í Biskupstungum. Félagar eru hvattir til senda inn ferðasögu frá eftirminnilegum ferðum með góðum myndum og við vistum þær hér á heimasíðunni, öðrum félögum og ferðafólki til fróðleiks og ánægju.

Skálum FÍ á Laugaveginum lokað fyrir veturinn

Nú þegar haustið færist yfir er hafist handa við að loka skálum FÍ á Laugaveginum og öðrum skálasvæðum félagsins. Skálum FÍ í Hrafntinnuskeri, Álftavatni, Emstrum, Hvanngili og Baldvinsskála er lokað frá og með 17. september.

Gítarinn frá grunni – 4. vikna námskeið. 23. sept – 14. okt

Vertu klár með gítarinn í næstu skálaferð eða útilegu! Námskeiðið verður haldið hjá Ferðafélagi Íslands, Mörkinni 6, 108 Reykjavík. 23. sept – 14. okt

Veður – Aðstæður á Laugaveginum

Í dag eru erfiðar aðstæður á Laugaveginum vegna hvassviðris og mikilla rigninga.

Námskeið í boði haustið 2025 hjá Ferðafélagi Íslands

Í haust býður Ferðafélag Íslands upp á fjölbreytt námskeið fyrir alla sem hafa áhuga á útivist. Þar gefst þátttakendum tækifæri til að tileinka sér nýja færni, efla kunnáttu sína og dýpka skilning á ferða og fjallamennsku.

Kjalnesinga saga með Katrínu Jakobsdóttur - 27. september

Katrín Jakobsdóttir, íslenskufræðingur og fyrrum forsætisráðherra, leiðir göngu upp Esjuna að Steini og kynnir þátttakendur fyrir Kjalnesinga sögu sem má kalla heimasögu Reykvíkinga

Gönguhópar FÍ - haust 2025

Ferðafélag Íslands býður upp á fjölmarga gönguhópa, haustið 2025, sem snúast um reglulegar fjallgöngur, heilsubót og góðan félagsskap. Meginmarkmið þessara hópa er útivera, náttúruupplifun, gleði og góður félagsskapur. Eins og í öllum ferðum Ferðafélags Íslands er mikil áhersla lögð á fræðslu og öryggi á fjöllum. Fjölmargir FÍ gönguhópar eru í gangi yfir allt árið en aðrir eru í boði að vori og hausti. Nýir og fleiri gönguhópar fyrir haustið verða kynntir á næstunni.

Fjallamennska – öryggis­reglur

Fleiri og fleiri stunda nú fjallamennsku allt árið um kring. Í fjallamennsku er mikilvægt að huga vel að öryggismálum, búnaði og undirbúningi. Ferðafélag Íslands hefur tekið saman helstu atriði sem skipta máli þegar fólk stundar fjallamennsku og útivist.