Fréttir

Undir yfirborð jarðar

Laugardaginn 16. október efnir Ferðafélag Íslands til jarðfræðiferðar í Búrfellsgjá í samstarfi við Háskóla Íslands.

Nýtt "Þórsmerkurljóð"

10-12 september s.l var efnt til kvennaferðar á vegum Ferðafélags Íslands í Þórsmörk. Hópurinn var undir leiðsögn Eyrúnar Viktorsdóttur og Völu Húnboga. Kvennaferðir njóta mikilla vinsælda um þessar mundir og var verulega glatt á hjalla í Skagfjörðsskála í Langadal þar sem Ferðafélagsfólk hefur skemmt sér frá 1954.

Björgun á Hlöðufelli

"Við sóttum veikan einstakling úr gönguhópi á Hlöðufelli í dag. Mér skilst að hópurinn sé á vegum FÍ. Mér finnst vert að hrósa þeim sem voru á vettvangi. Undirbúningurinn hefur greinilega verið góður því í hópnum var VHF talstöð með neyðarrás 16, auk einhverskonar varsekks sem hinn veiki var í þegar við komum."

Skógarganga og gróðursetningar

Á degi íslenskrar náttúru 16. september. FÍ og Skógræktarfélag Reykjavíkur.

Ferðanefnd undirbýr næsta ár

Um þessar mundir er undirbúningur næsta árs að hefjast, þar á meðal skipulag ferða.

Skálum fljótlega lokað á Laugavegi

Skálum Ferðafélagsins á Laugavegi verður lokað um miðjan september.

Haustfegurð í Landmannalaugum

Það má svo sannarlega enn njóta tíma í Friðlandinu en um liðna helgi naut hópur á vegum Ferðafélags Íslands þess að upplifa svæðið í göngu- og jógaferð.

Svelgur á Fimmvörðuhálsi

Varasamar aðstæður eru á Fimmvörðuhálsi og ástæða til varúðar.

Ferðafélag Íslands og Covid reglur í skálum og ferðum

Ferðafélag Íslands leggur sig fram um að fylgja Covid reglum í öllu sínu starfi. Eftir að nýjar reglur voru kynntar sl. föstudag hefur skálasvæðum verið skipt upp í hólf og umferð og notkun á salerni, í eldhús og matsel stýrð eftir hópum og hólfum. Merkingar og spritt eiga að vera áberandi á öllum skálasvæðum og gestir eru minntir á að passa vel upp á persónubundnar sóttvarnir og tryggja fjarlægðarmörk eða að örðum kosti nota grímur.

Ferðafélag Íslands gefur út göngukort með gönguleiðum og örefnum af gosstöðvum í Geldingadölum og áhrifasvæði þess.

Út er komið kort af Geldingadölum sem sýnir gosstöðvarnar og umhverfi þeirra ásamt helstu örnefnum. Kortið er gefið út af Ferðafélagi Íslands og byggir á nýjustu gögnum, m.a. loftmyndum af hrauninu.