Fréttir úr starfi félagsins

Forseti Íslands sæmdur gullmerki FÍ

Heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, í Árneshrepp á Ströndum í máli og myndum:

75 ára á 9 tindum Tindfjalla

Mæðgurnar Helga Sveinbjarnardóttir 75 ára og dóttir hennar Laufey Jakobsdóttir gerðu sér lítið fyrir og gengu á 9 tinda Tindfjalla með Ferðafélagi Íslands, þar sem Hjalti Björnsson leiddi för. Helgu hafði alltaf dreymt um að ganga um í Tindfjöllum og þegar nálgaðist 75 ára afmæli hennar þá ákvað Laufey að gefa móður sinni þessa ferð í afmælisgjöf, 9 tinda Tindfjalla með FÍ. Helga hefur alla tíð verið létt á fæti, gengið mikið og verið dugleg að synda en ekki með mikla reynslu af fjallgöngum. Þrátt fyrir það gekk Helga á alla 9 tindana með seigluna og löngunina til að lára alla tindana, sem tókst...

Ferðaáætlun FÍ 2024 - allar ferðir

Hér má með einföldum hætti sjá allar ferðir í ferðaáætlun FÍ 2024; https://www.fi.is/is/ferdir/allar-ferdir. Auk þess má leita á leitarvél að styttri ferðum, sumarleyfisferðum, ferðafélags barnanna ferðum og ferðum deilda FÍ.

FÍ vísar veginn

Ferðafélag Íslands hefur á undanförnum árum sett upp upplýsingaskilti og vegvísa á fjölförnum vinsælum gönguleiðum. Upplýsingaskilti hafa meðal annars verið sett upp við skála FÍ á Laugaveginum og Fimmvörðuhálsi, sem og við upphafsstaði göngu á Esjunni, Vífilsfelli, Öræfajökli og á jökulshálsi Snæfellsjökuls. Vegvísar hafa verið settir upp á Laugavegi, Fimmvörðuhálsi, Kjalvegi hinum forna, alls yfir 40 vegvísar á þessum gönguleiðum.

Opið í alla skála FÍ á fjöllum

Nú er búið að opna alla skála FÍ á fjöllum eftir frekar erfiðar aðstæður á fjöllum í júní. Skálaverðir mættu til starfa á Laugaveginum uppúr miðjum júní og hófu undirbúning fyrir opnum. Skálaverðir eru einnig mættir til starfa í Nýjadal, í Norðurfirði, í Hornbjargsvita og í Hvítárnesi. Sumarið og sólin hefur verið að sína sig fjöllum og ferðafólk átti til að mynda frábæra daga i í Langadal Þórsmörk um nýliðina helgi.

Gönguhópur sem faðmar tré

Ferðafélag Íslands er eitt stærsta lýðheilsufélag landsins, segir Ólöf Kristín Sivertsen forseti FÍ. Þar á hún reyndar ekki endilega við að félagið hafi breyst í þessa veru til að vera í takt við tíðaranda, heldur hafi það unnið í þágu lýðheilsu allar götur frá stofnun þess árið 1927. Ólöf segir að félagið hafi alla tíð haft það að markmiði að efla heilbrigði og lífsgæði fólks með ferðalögum, hreyfingu og útivist í góðum félagsskap.

Nýtt Gönguleiðakort fyrir Þórsmörk og Goðaland

Út er komið nýtt gönguleiðakort um gönguleiðir í Þórsmörk og Goðalandi, útgefið af Ferðafélagi Íslands og Útivist.

Árbók FÍ 2024 - Sunnan Vatnajökuls - Frá Núpsstað til Suðursveitar

Árbók Ferðafélags Íslands kemur nú út 97. árið í röð. Titill bókarinnar er Sunnan Vatnajökuls – Frá Núpsstað til Suðursveitar. Í henni er fjallað um svæði sem markast af Djúpá í Fljótshverfi í vestri, vatnaskilum Vatnajökuls í norðri, Steinadal í Suðursveit í austri og strandlengjunni í suðri. Höfundar eru Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur, Snævarr Guðmundsson náttúrulandfræðingur og Oddur Sigurðsson jarðfræðingur. Langflestar ljósmyndir í bókinni eru eftir höfundana þrjá og Snævarr annaðist jafnframt gerð uppdrátta og skýringarmynda.

Brosmildi formaður byggingarnefndar ætlar að byggja á Laugaveginum

„Fyrstur í röðinni á Laugaveginum í framkvæmdum er Skagfjörðsskáli í Langadal í Þórsmörk,“ segir Sigurður Ragnarsson formaður byggingarnefndar FÍ . „Eftir mikla umræðu innan félagsins var ákveðið að reisa nýjan skála á stað þess gamla sem reistur var 1954. Nýi skálinn á að vera í sömu mynd og sá gamli að utan en að innan eru gerðar fáeinar breytingar til úrbóta í ljósi áratuga reynslu af rekstri skálans. Staðan á málinu er sú að lokið hefur verið við hönnun skálans eftir að bygginganefndarteikningar hans voru lagðar inn í upphafi árs 2023. Næstu skref eru að vinna í fjármögnun og velja hvaða leið verði valin við framkvæmdina. Við vonumst til að nýr skáli taki við af þeim gamla formlega vorið 2026.“

Söngelskir tvíburar slá taktinn með hamarshöggum