Fréttir úr starfi félagsins

Gítarinn frá grunni – 4. vikna námskeið. 23. sept – 14. okt

Vertu klár með gítarinn í næstu skálaferð eða útilegu! Námskeiðið verður haldið hjá Ferðafélagi Íslands, Mörkinni 6, 108 Reykjavík. 23. sept – 14. okt

Veður – Aðstæður á Laugaveginum

Í dag eru erfiðar aðstæður á Laugaveginum vegna hvassviðris og mikilla rigninga.

Námskeið í boði haustið 2025 hjá Ferðafélagi Íslands

Í haust býður Ferðafélag Íslands upp á fjölbreytt námskeið fyrir alla sem hafa áhuga á útivist. Þar gefst þátttakendum tækifæri til að tileinka sér nýja færni, efla kunnáttu sína og dýpka skilning á ferða og fjallamennsku.

Kjalnesinga saga með Katrínu Jakobsdóttur - 27. september

Katrín Jakobsdóttir, íslenskufræðingur og fyrrum forsætisráðherra, leiðir göngu upp Esjuna að Steini og kynnir þátttakendur fyrir Kjalnesinga sögu sem má kalla heimasögu Reykvíkinga

Gönguhópar FÍ - haust 2025

Ferðafélag Íslands býður upp á fjölmarga gönguhópa, haustið 2025, sem snúast um reglulegar fjallgöngur, heilsubót og góðan félagsskap. Meginmarkmið þessara hópa er útivera, náttúruupplifun, gleði og góður félagsskapur. Eins og í öllum ferðum Ferðafélags Íslands er mikil áhersla lögð á fræðslu og öryggi á fjöllum. Fjölmargir FÍ gönguhópar eru í gangi yfir allt árið en aðrir eru í boði að vori og hausti. Nýir og fleiri gönguhópar fyrir haustið verða kynntir á næstunni.

Fjallamennska – öryggis­reglur

Fleiri og fleiri stunda nú fjallamennsku allt árið um kring. Í fjallamennsku er mikilvægt að huga vel að öryggismálum, búnaði og undirbúningi. Ferðafélag Íslands hefur tekið saman helstu atriði sem skipta máli þegar fólk stundar fjallamennsku og útivist.

Ný bók um Laugaveginn og Fimmvörðuháls á ensku

Ferðafélag Íslands hefur gefið út nýja bók, þýðingu á hluta árbókar 2021 um Laugaveginn, yfir á ensku.

Laugavegurinn á lista The Guardian yfir bestu ævintýrastaðina í Evrópu

Vefmiðillinn Guardian telur að Laugavegurinn sé einn af bestu áfangastöðum í Evrópu fyrir þá sem þrá æv­in­týri og upplifun í stórbrotinni náttúru landsins.  Í umfjöllun Guardian segir að; ,,Laugavegurinn er eins konar örmynd af landslagi þessa ótrúlega lands. Jarðhitalindir, snjóbreiður í mikilli hæð, marglit líparítfjöll, svartar sandeyðimerkur og framandi tunglsmyndir. Að lokum, töfrandi dalurinn Þórsmörk, Þórsdalur, umkringdur birkiskógi umkringdur þremur jöklum. Að gista í fjallaskálum þýðir að þú munt finna fyrir því að vera hluti af fjölmenningarlegu, alþjóðlegu samfélagi ferðalanga, með þeirri hlýju og félagsskap sem því fylgir, með sögum sem skipst er á og minningum sem skapast.“

FI skilti og merkingar

Ferðafélag Íslands hefur á undanförnum árum unnið að því setja upp upplýsingaskilti og merkingar á vinsælum gönguleiðum. Fræðslu- og forvarnarstarf er mikillvægur hluti af starfi félagsins og eitt af kjörsviðum þess. Sett hafa verið upp skilti og merkingar á Laugaveginum, Fimmvörðuhálsi, Kjalvegi hinum forna og einnig við vinsæl fjöll, til að mynda Esjuna, Vífilsfell, Snæfellsjökul, Eyjafjallajökul og Fimmvörðuháls. Einnig hafa verið settir upp myndarlegir vegvísar / veprestar á Laugaveginum og Fimmvörðuhálsi og Kjalvegi hinum forna.

Hættulegar aðstæður við Fagradalsfjall

Við bendum ferðaþjónustuaðilum á að nú eru hættulegar aðstæður vegna loftmengunar við Fagradalsfjall og í nágrenni gosstöðvanna við Sundhnjúksgígaröðina.