Fréttir úr starfi félagsins

Ferðaáætlun FÍ 2024 - allar ferðir

Hér má með einföldum hætti sjá allar ferðir í ferðaáætlun FÍ 2024; https://www.fi.is/is/ferdir/allar-ferdir. Auk þess má leita á leitarvél að styttri ferðum, sumarleyfisferðum, ferðafélags barnanna ferðum og ferðum deilda FÍ.

Árbók FÍ 2024 - Sunnan Vatnajökuls - Frá Núpsstað til Suðursveitar

Árbók Ferðafélags Íslands kemur nú út 97. árið í röð. Titill bókarinnar er Sunnan Vatnajökuls – Frá Núpsstað til Suðursveitar. Í henni er fjallað um svæði sem markast af Djúpá í Fljótshverfi í vestri, vatnaskilum Vatnajökuls í norðri, Steinadal í Suðursveit í austri og strandlengjunni í suðri. Höfundar eru Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur, Snævarr Guðmundsson náttúrulandfræðingur og Oddur Sigurðsson jarðfræðingur. Langflestar ljósmyndir í bókinni eru eftir höfundana þrjá og Snævarr annaðist jafnframt gerð uppdrátta og skýringarmynda.

Nýtt Gönguleiðakort fyrir Þórsmörk og Goðaland

Út er komið nýtt gönguleiðakort um gönguleiðir í Þórsmörk og Goðalandi, útgefið af Ferðafélagi Íslands og Útivist.

FÍ vísar veginn

Ferðafélag Íslands hefur á undanförnum árum sett upp upplýsingaskilti á fjölförnum vinsælum gönguleiðum, meðal annars á Laugaveginum, Fimmvörðuhálsi, Esjunni, Vífilsfelli, Öræfajökli og á jökulshálsi Snæfellsjökuls.

Söngelskir tvíburar slá taktinn með hamarshöggum


Skálaverðir mættir til starfa í Langadal

Skálaverðir eru mættir til starfa í Langadal, í Skagfjörðsskála Ferðafélags Íslands. Langidalur er öllu jafnan fyrsti skáli FÍ sem opnar að vori en síðan mæta skálaverðir í aðra skála eftir því sem líður á júní mánuð og eftir því sem Vegagerð opnar fyrir umferð inn á hálendið. Hjónin Begga og Gísli eru mætt í Langadal og taka nú til hendinni varðandi vorverk og opnun skálans.

Fjallaskíðaferð á Hvannadalshnúk

Ísland er vettvangur endalausra ævintýra fyrir þá sem vilja ferðast fyrir eigin afli og njóta fjalladýrðar og náttúru sem við erum svo rík af. Möguleikar til að stunda útivist á fjöllum eru fjölmargir. Fjallgöngur, fjallahlaup, sleðaferðir, jeppaferðir, hestaferðir, gönguskíði og þannig mætti lengi telja. Fjallaskíðun er ein tegund af útivist og hefur notið sífellt meiri vinsælda á síðustu árum. Fjallaskíðaferðir Ferðafélags Íslands hafa á síðustu árum notið mikilla vinsælda.

Skýrsla stjórnar FI 2023

Ólöf Kristín Sívertsen forseti FÍ flutti skýrlsu sjórnar á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gær í sal félagsins Mörkinni 6. Útgáfa Ferðaáætlunar markar ávallt upphafið að nýju starfsári félagsins. Ferðaáætlun 2023 kom út í byrjun desember 2022 og birtist með stafrænum hætti á heimasíðu og samfélagsmiðlum félagsins. Lögð er aukin áhersla á stafræna útgáfu og var ferðaáætlunin því eingöngu gefin út í netútgáfu. Slíkt hefur margvíslega kosti, bæði m.t.t. umhverfisverndar og rekstrar. Að auki gefur stafræn útgáfa möguleika á meiri sveigjanleika, t.d. með nýjum ferðum með styttri fyrirvara. Viðtökur hafa verið afar góðar við þessum áherslubreytingum. Langflest félagsfólk nýtir sér tæknina og skoðar áætlunina á netinu. Ferðaáætlunin var þó einnig aðgengileg til niðurhals í prentvænni útgáfu á heimsíðunni fyrir þá sem vildu prenta hana og eiga heima.

Umræðufundur og samtal um skálauppbyggingu FÍ á fjöllum

Ferðafélag Íslands stendur fyrir umræðu- og hugmyndafundi um framtíðarsýn á skálauppbyggingu í Risinu, Mörkinni 6, kl. 20 þriðjudaginn 30. apríl. Nú stendur yfir undirbúningsvinna fyrir endurbyggingu á nýjum Skagfjörðsskála og er allri hönnunarvinnu að ljúka og leyfismál eru í umsóknarferli.  Fraumundan eru  einnig endurnýjun á skálum félagsins við Álftavatn og í Botna í Emstrum 2026 og 2027.  Fyrir nokkrum árum leitaði til okkar teymi hönnuða sem að eigin frumkvæði vinnur að hugmyndum að framtíðar fjallaskála í óbyggðum Íslands. Fulltrúar þeirra verða með okkur á fundinum og taka þátt í umræðunum. Í dag eiga Ferðafélag Íslands og deildir þess yfir 40 fjallaskála á hálendinu og í óbyggðum,  hver á  þáttur FÍ eigi að vera í innviðauppbyggingu á hálendinu  og hvar ykkur finnst tækifæri félagsins liggja. FÍ vill eiga samtal við félagsmenn og aðra notendur skálana um þeirra upplifun og sýn í tengslum við hönnun nýrra skála. Seinni hluti fundarins verður á formi stuttrar vinnustofu með hópavinnu.Í framhaldi af fundinum verða senda út skoðanakannanir til félaga varðandi lykilatriði í skálauppbyggingu og hönnun þeirra. 

Fróðleikur og fuglaskoðun í Grafarvogi

Fuglar heilla okkur menninna flesta svo sannarlega og ekki síst hér á landi þar sem farfuglarnir boða hreinlega vorið og sumarkomuna. Allt í einu lifnar allt við í mónum með söng og fjörurnar fyllast af kvakandi fuglum sem eru komnir hingað heim til að undirbúa varp.