Fréttir

Fjölbreytt námskeið í boði

Ferðafélag Íslands stendur fyrir fjölda námskeiða sem miða öll að því að auka þekkingu og færni fjallafólks. Má þar nefna gps námskeið, snjóflóðanámskeið, fjallamennsku I ogII, námskeið í skyndihjálp, fjallaskíðanámskeið, þverun straumvatna, skyndihjálp í óbyggðum, jöklabroddanámskeið og fjölmörg önnur. Ferðafélagsfólk og fjallafólk er hvatt til að kynna sér námskeiðin sem eru í boði og skrá sig og bæta við þekkingu sína og færni.

Fjallamennska að vetri - öryggisatriði

Ferðafélag Íslands hefur unnið að áhættumati fyrir fjölmargar gönguleiðir á Íslandi og er þeirri vinnu haldið áfram. Vinnan felst í því að kortleggja þær hættur sem við er að etja, sem geta auðvitað verið fjölmargar, sérstaklega þegar ferðast er að vetrarlagi. Hægt er að finna áhættumat gönguleiða hér á heimasíðunni undir fróðleik á forsíðunni. Nú þegar haustar er mikilvægt að huga vel að öryggisatriðum áður haldið er til fjalla. Góður undirbúningur og allur réttur búnaður skiptir þá mjög miklu máli.

Ferðaáætlun FÍ 2023

Ferðaáætlun FÍ 2023 er nú komin í birtingu hér á heimasíðunni. Ferðaáætlunin er líkt og síðustu ár ekki prentuð heldur er hún eingöngu aðgengileg á heimasíðunni undir ferðir. Eftir helgi verður áætlunin einnig aðgengileg á sérstöku flettiforriti og á pdf skjali. Ferðaáætlunin er að venju stútfull af spennandi ferðum og verkefnum.

Fjallaverkefni FÍ

Nú er orðið fullbókað í fjölmörg fjallavekefni FÍ, FI Alla leið, FÍ Fótfrá, FÍ Léttfeta og FÍ Þraustseigan. Enn eru laus pláss í FÍ Fyrsta skrefið og FÍ Kvennakraft. Sjá nánar um öll fjallaverkefni FÍ hér

Gleðileg jól og gott farsælt komandi ár

Ferðafélag Íslands sendir félagsmönnum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og gott farsælt komandi ár.

Fjallaverkefni FÍ 2023

Ferðafélag Íslands býður upp á fjölmörg fjallaverkefni og útivistarhópa sem snúast um reglulegar fjallgöngur, heilsubót og góðan félagsskap. Meginmarkmið þessara hópa er útivera, náttúruupplifun, gleði og góður félagsskapur. Eins og í öllum ferðum Ferðafélags Íslands er mikil áhersla lögð á fræðslu og öryggi á fjöllum. Flest verkefnin hefjast í upphafi árs og standa ýmist í nokkra mánuði, hálft ár eða heilt ár. Fjallaverkefni FÍ 2023 eru komin í kynningu hér á heimasíðunni og bókanir hafnar.

Gjafabréf - ferðir - bókapakkar - aðild að ævintýrum og upplifun.

Á skrifstofu FÍ Mörkinni 6 má nú finna mikið úrval af bókapökkum sem er frábær jólagjöf ferðafélagans. T.d. má nefna bókapakka eins og Vestfirðingurinn, Flakkarinn Jarðfræðingurinn , Dalamaðurinn, Útilegumaðurinn og Hálendingurinn svo eitthvað sé nefnt. Einnig eru til fræðslurit, gönguleiðarit og kort. Um leið er hægt að kaupa gjafabréf FÍ sem gildir í ferðir eða fjallaverkefni og aðild að félaginu er frábær jólagjöf og er allt í senn gjöf sem stuðlar að bættri heilsu, góðum félagsskap, ævintýrum og upplifun.

Gjáfabréf FÍ - ávísun að ævintýri, upplifun og bættri heilsu

Gjafabréf Ferðafélags Íslands er tilvalin jólagjöf ferðafélaga og er í senn ávísun að ævintýri, upplifun, góðum félagsskap og bættri heilsu.

Afmælisganga Ferðafélags Íslands - sunnudagur 27. nóvember

Ferðafélag Íslands stendur fyrir afmælisgöngu sunnudaginn 27. nóvember í tilefni af 95 ára afmælis félagsins. Gengið verður á Stóra - Hrút í Geldingadölum. Gangan hefst kl. 10 að morgni frá bílastæðum norðan Íslólfsskála. Sérsakur gestur í göngunni verður Kristín Jónsdóttir, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands sem fræðir þátttakendur um jarðfræði svæðisins. Þátttaka er ókeypis - öll velkomin. Mætið vel útbúin til gönguferðar, í útivistarfatnaði og í góðum skóm, með bakpoka og nesti til göngunnar.

Hringsjár við Drekagil og á Ytri-Súlu

Ferðafélag Akureyrar (FFA) setti upp hringsjá við Drekagil austan Dyngjufjalla í september 2022. Hringsjáin var gjöf til FFA frá Ferðafélagi Íslands í tilefni af 80 ára afmæli FFA vorið 2016. Gönguleiðanefnd FFA sá um gerð og uppsetningu hringsjárinnar.