Á fjöll við fyrsta hanagal

Morgunstund gefur gull í mund. Morgungöngur FÍ dagana 6.-10. maí. 

Það er einstakt að standa á fjallstindi eldsnemma morguns og vera mætt í vinnuna klukkan 9 og vera búin að ganga á fjall. 

Komdu sjálfum þér á óvart með göngu í morgunsárið og fylltu lungun af fjallalofti fyrir verkefni dagsins. Göngurnar taka 2-3 klst.

  • 6. maí. Mánudagur: Helgafell ofan Hafnarfjarðar. Gangan hefst við Kaldársel.
  • 7. maí. Þriðjudagur: Mosfell. Gangan hefst við bílastæðið við Mosfellskirkju í Mosfellsdal.
  • 8. maí. Miðvikudagur: Úlfarsfell. Gangan hefst við bílastæði Skógræktarinnar við Vesturlandsveg.
  • 9. maí. Fimmtudagur: Helgafell í Mosfellsbæ. Ganga hefst við bílastæði undir fjallinu, Mosfellsdalsmegin.
  • 10. maí. Föstudagur: Esjan upp að Steini. Gangan hefst við bílastæði undir Esju.

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.

Fararstjórn

Auður Kjartansdóttir og Heiðrún Meldal.