Áætlunarferðir framlengdar

Stórbrotin náttúra og litadýrð í Landmannalaugum á haustdögum
Stórbrotin náttúra og litadýrð í Landmannalaugum á haustdögum

Áætlunarferðir Hálendisrútunnar í Landmannalaugar hafa verið framlengdar til 14. september. Þá mun Southcoast Adventure bjóða upp á áætlunarferðir í Landmannalaugar og Þórsmörk, sjá nánar á heimasíðu þeirra. Haustið er tilvalinn tími til að skella sér í Landmannalaugar eða Þórsmörk og gista eina eða tvær nætur í skálum FÍ og fara í gönguferðir í stórbrotnu umhverfi.

 

Ákveðið hefur verið að framlengja áætlun Hálendisrútunnar til mánudagsins 14. september.

ATHUGIÐ að eingöngu verður ekið í kringum helgarnar : Föstudaga, Laugadaga, Sunnud og Mánud.

Uppfærða áætlun má finna hér:

HÁLENDISRÚTAN HIGHLAND BUS - Tímatafla

Frá og með 28. ágúst mun Southcoast Adventure hefja áætlunarferðir í Landmannalaugar daglega. Við ætlum að bjóða uppá eina ferð á dag.

10:00 frá N1 á Hvolsvelli

15:00 frá Landmannalaugum

Og þá er í boði að velja aðra leiðina eða round trip til baka frá Laugum eða frá Langadal.

Southcoast Adventure mun halda þessari áætlun til 15.september og þá endurmeta stöðuna. Þórsmerkur áætlun mun halda sér út september og vonandi lengur, en frá og með 1. september mun Þórsmerkur ferðunum fækka niður í tvær ferðir á dag úr þremur.

Þórsmerkur áætlunin hefur gengið vel í sumar og því má þakka okkar góðu og samheldnu starfsfólki og samstarfsaðilum.

Ekki hika við að vera í sambandi fyrir nánari upplýsingar.

Bestu kveðjur frá Southcoast Adventure.

--

southadventure.is | www.southadventure.is