Aðventu- og brosgöngur FÍ

Aðventan er hátíð ljóss og friðar, kærleika og vináttu.
Aðventan er hátíð ljóss og friðar, kærleika og vináttu.

Aðventu- og brosgöngur Ferðafélags Íslands


John Snorri og Lína Móey saman á Grímannsfjalli fyrir þremur árum. 

Aðventan getur verið mikill álagstími og því er mikilvægt að gleyma ekki að huga að heilsunni, nýta birtuna og fara og út að hreyfa sig með fjölskyldu og vinum.  Aðventu- og brosgöngur FÍ hefjast 1. desember og standa til 24. desember og eru FÍ félagar og allir landsmenn allir hvattir til að fara út og hreyfa sig á hverjum degi og rækta líkama og sál, kærleika og vináttu.

Frá 1. desember birtir Ferðafélag Íslands eina hugmynd að göngu á facebókarsíðu FÍ og Instagram. Hver ganga / viðburður er farinn á eigin vegum heiman að frá og þátttaka ókeypis. Hver ganga er létt og þægileg fyrir alla aldurshópa og í nærumhverfinu.

Mikilvægt er að vera vel búinn í brosgöngunum í viðeigandi hlífðarfatnaði með endurskinsmerki, með húfu og vettlinga, í góðum skóm og með höfuðljós ef á þarf að halda. Ekki þarf endilega að fara í þá göngu sem FÍ leggur til þann daginn en aðalatriðið er að fara út á hverjum degi og hreyfa sig.

Þátttakendur eru beðnir að taka myndir úr sinni göngu, merkja með #fiaðventa og deila á samfélagsmiðlum.

Við opnum einn glugga í Fí dagatalinu á dag fram til jóla og byrjum 1. desember.

Á Þorláksmessu verður dregið úr hópi þátttakenda sem sent hafa inn myndir á samfélagsmiðla og hljóta hinir heppnu jólagjafir frá FÍ.