Áfram gakk með nýjum áherslum

Höldum áfram að fara út að ganga en munum eftir sóttvarnareglum og fjarlægðarmörkum.
Höldum áfram að fara út að ganga en munum eftir sóttvarnareglum og fjarlægðarmörkum.

Á miðnætti tóku nýj­ar reglu­gerðir um tak­mark­an­ir á samkiptum í samfélaginu sem kveða á um hert­ar aðgerðir til að sporna við út­breiðslu COVID-19 gildi. Þær gilda til og með 19. októ­ber næst­kom­andi. Hér má sjá um hvaða regl­ur ræðir:

 • Sam­kom­ur fleiri en 20 manns eru bannaðar, með nokkr­um und­an­tekn­ing­um sem verða út­listaðar hér að neðan.
 • Lík­ams­rækt­ar­stöðvum er óheim­ilt að hafa opið.
 • Krám, skemmtistöðum og spila­söl­um er einnig bannað að halda úti starf­semi.
 • Gest­ir á sund­stöðum mega að há­marki vera 50% af leyfi­leg­um fjölda sam­kvæmt starfs­leyfi.
 • Áfram gilda eins metra fjar­lægðarmörk.
 • Við aðstæður þar sem ómögu­legt er að viðhafa eins metra fjar­lægðarmörk er fólki skylt að nota and­lits­grím­u.

Eft­ir­tald­ar eru und­anþágur frá 20 manna há­marki. Þar gild­ir sem ann­ars staðar að ef ekki er hægt að upp­fylla eins metra ná­lægðarreglu er skylt að nota and­lits­grímu:

 • Störf Alþing­is eru und­an­skil­in fjölda­tak­mörk­un­um.
 • Dóm­stól­ar þegar þeir fara með dómsvald sitt.
 • Viðbragðsaðilar, s.s. lög­regla, slökkvilið, björg­un­ar­sveit­ir og heil­brigðis­starfs­fólk, eru und­anþegn­ir fjölda­tak­mörk­un­um við störf sín.
 • Fjölda­tak­mörk við út­far­ir verða 50 manns.
 • Versl­un­um und­ir 1.000 fm að stærð verður heim­ilt að hleypa 100 ein­stak­ling­um inn í sama rými á hverj­um tíma og ein­um viðskipta­vini til viðbót­ar fyr­ir hverja 10 fm um­fram 1.000 fm en þó aldrei fleiri en 200 viðskipta­vin­um í allt.
 • Sviðslist­ir: Heim­ilt verður að halda viðburði þar sem 100 manns koma sam­an í af­mörkuðu hólfi. Sæti skulu vera núm­eruð, nafn gesta í hverju sæti skráð og öll­um áhorf­end­um ber að nota and­lits­grímu.
 • Í fram­halds- og há­skól­um verður miðað við 30 manns.

Aðrar und­an­tekn­ing­ar:

 • Keppnisíþrótt­ir með snert­ingu verða leyfðar með há­marks­fjölda 50 ein­stak­linga að upp­fyllt­um til­tekn­um skil­yrðum.
 • Áhorf­end­ur á íþrótta­leikj­um: Óheim­ilt er að hafa áhorf­end­ur á íþróttaviðburðum inn­an­dyra. Ut­an­dyra er heim­ilt að hafa áhorf­end­ur, allt að 100 í hverju rými, að því gefnu að gest­ir sitji í núm­eruðum sæti sem skráð eru á nafn og noti and­lits­grímu.

Sem fyrr leggur Ferðafélag Íslands áherslu á að fylgja fyrirmælum sóttvarnarlæknis og um leið aðlögum við okkar starf að nýjum reglum sem hér segir:

Dagskrá í fjalla- og hreyfiverkefnum stendur áfram en hver hópur er takmarkaður við 19 manns auk fararstjóra. Um leið eru fleiri brottfarir í hverjum hóp, eftir stærð þannig að aldrei verða fleiri en 20 manns saman. 

Um leið minnum við þátttakendur á sóttvarnir og fjarlægðarmörk.

 1. Hafið tvo metra á milli ykkar öllum stundum
 2. Ekki skyrpa eða snýta út í loftið
 3. Vonandi eru þið öll með rakningarappið uppsett, https://www.covid.is/app/is
 4. Verið með handspritt í bakpokanum og notið ef þið snertið eitthvað sem aðrir eru að snerta, keðjur, kaðla, klettabrúnir og þ.h.
 5. EKKI mæta ef þið eruð slöpp eða veik og með einkenni sem eru talin upp á covid.is síðunni.
 6. ENGAR HÓPMYNDIR

Í þessum Covid aðstæðum er mjög mikilvægt að huga að heilslunni. Þar skiptir regluleg hreyfing, útivera, hollt mataræði, góður svefn og félagsskapur mjög miklu máli. Þar hefur Ferðafélag Íslands hlutverki að gegna og vill sinna því hlutverki eins vel og vel og hægt er.

Við erum öll almannavarnir
Ferðafélag Íslands