Árbók Ferðafélags Íslands í dreifingu

Árbók 2020 Rauðasandshreppur hinn forni er komin út og er á leið í dreifingu til allra félagsmanna sem greitt hafa árgjaldið. Þetta árið höfum við þann háttinn á að við dreifum sjálf bókinni til félagsmanna á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Akranesi, Selfossi og í Borgarnesi. Aðrir félagsmenn fá bækur sínar eftir hefðbundnum póstleiðum.

Þeir sem þegar hafa greitt árgjaldið geta átt von á bókinni heim á allra næstu dögum. Afhendingartími hjá þeim sem greiða eftir daginn í dag eru 3 – 5 dagar.

Athugið að félagsskírteinið er inni í bókinni.

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu biðjum við ykkur vinsamlegast um að nálgast ekki bækurnar á skrifstofu FÍ að svo stöddu.