Árbók FÍ 2021 um Laugaveginn í prentun

Litadýrð í Landmannalaugum.  Ljósmynd: Daníel Bergmann
Litadýrð í Landmannalaugum. Ljósmynd: Daníel Bergmann
Ferðafé­lag Íslands gaf út sína fyrstu ár­bók árið 1928. Árbók­in hef­ur síðan komið út ár­lega í óslit­inni röð og er ein­stæður bóka­flokk­ur um land og nátt­úru. Hver bók fjall­ar venju­lega um til­tekið af­markað svæði á land­inu og nær efni þeirra nú um landið allt, víða í annað eða jafn­vel þriðja sinn. Árbæk­urn­ar eru því í raun al­tæk Íslands­lýs­ing og gefa í senn ferðafólki góðar ferðaupp­lýs­ing­ar ásamt því að veita inn­sýn í sögu og þjóðleg­an fróðleik. Ferðafé­lagið hef­ur alla tíð kostað kapps um að gera ár­bæk­ur sín­ar sem best úr garði og jafn­an fengið heima­menn á hverj­um stað og sér­fræðinga til liðs við gerð ár­bók­ar. Mik­inn fróðleik um nátt­úruf­ar er að finna í bók­un­um, gróður, fugla og aðra lands­ins prýði, en ekki síst um jarðfræði og mynd­un­ar­sögu lands­ins. Saga og menn­ing skipa háan sess í um­fjöll­un um byggðirn­ar.

 

Árbók Ferðafé­lags Íslands 2021 sem fjall­ar um Lauga­veg­inn er nú far­in í prent­un og verður til­bú­in til dreif­ing­ar í apríl.

Álftavatn.
Álfta­vatn. Ljós­mynd/​Daní­el Berg­mann

 

Í inn­gangs­orðum höf­und­ar, Ólafs Arn­ar Har­alds­son­ar seg­ir svo:

Lauga­veg­ur­inn og nærsvæði hans ásamt Fimm­vörðuhálsi hafa verið helstu starfs­svæði Ferðafé­lags Íslands í hart nær hálfa öld. Fé­lagið hef­ur viljað greiða götu ferðamanna um svæðið þannig að þeir geti kynnst þessu fjöl­breytta og fagra landsvæði og notið göngu­ferðar og góðs aðbúnaðar. Vin­sæld­ir göngu­leiðar­inn­ar hafa vaxið ár frá ári og hef­ur fé­lagið mætt því með upp­bygg­ingu á aðstöðu og þjón­ustu.

Á þessu svæði á Ferðafé­lagið sælu­hús á átta stöðum, í Land­manna­laug­um, við Hrafntinnu­sker, Álfta­vatn, Hvann­gil, Emstr­ur, í Langa­dal og Húsa­dal í Þórs­mörk og á Fimm­vörðuhálsi. Fé­lagið hef­ur unnið að end­ur­bót­um á göngu­leiðinni bæði á stíg­um og mann­virkj­um, gefið út fræðslu­efni og veitt marg­vís­legri þjón­ustu. Enn frem­ur hef­ur fé­lagið skipu­lagt fjölda ferða um svæðið á eig­in veg­um og greitt götu annarra sem þar vilja starfa. Það var því komið að því að Ferðafé­lagið gæfi út ár­bók um svæðið en áður hafa verið skrifaðar ár­bæk­ur um af­markaða hluta þess og voru þær gefn­ar út árin 1960, 1972, 1976 og 2010. Með þess­ari ár­bók er ætl­un­in að þeir sem vilja fræðast um svæðið geti fundið slíkt efni í einni bók til viðbót­ar þeim fróðleik sem finna má í fyrri ár­bók­um. Síðust þeirra bóka var gef­in út árið 2010 og fjallaði um Friðlandið að Fjalla­baki.

Aug­ljós­lega er tölu­verður mun­ur á efnis­tök­um ár­bók­ar um óbyggðasvæði og svæði í byggð. Í óbyggð er saga mann­vist­ar ekki mik­il og fárra nafn­greindra manna er getið. Heim­ild­ir og sagn­ir eru fáorðar og ör­nefni til­tölu­lega fá í sam­an­b­urði við þétt set­in og gam­al­gró­in héruð. Flest hafa ör­nefn­in orðið til við fjár­leit­ir og að nokkru leyti vegna ferðalaga. Þetta á ekki síst við um stór­an hluta ár­bók­ar­svæðis­ins sem hér er fjallað um. Það var því leitað fanga hjá bænd­um og öðru þrautkunn­ugu fólki um sagn­ir og ör­nefni og fjall­kóng­ar af­rétt­anna leggja til lýs­ing­ar á fyr­ir­komu­lagi í fjall­ferðum og smala­mennsku eins og þeim er nú háttað.

Árbók FÍ 2021 um Lauga­veg­inn lýs­ir göngu­leiðinni sjálfri og stóru svæði í ná­grenni Lauga­veg­ar­ins. Af­mark­ast það af Markarfljóti að vest­an og Mýr­dals­jökli að aust­an. Með þessu móti get­ur les­and­inn fundið ann­ars veg­ar til­tölu­lega ein­falda leiðsögn um Lauga­veg­inn og hins veg­ar ít­ar­legri fróðleik um ná­granna­svæði. Má segja að bók­in eigi að vera ferðabók og land­lýs­ing. Nátt­úruf­ar óbyggðanna er fjöl­breytt og stór­feng­legt. Áhersla er því lögð á að lýsa því og sér­fróðir nátt­úru­fræðing­ar Nátt­úru­fræðistofn­un­ar leggja þar til mik­inn fróðleik