Auka fjallaskíðanámskeið vegna mikillar eftirspurnar

Ferðafélag Íslands býður upp á fjallaskíðaferðir og fjallaskíðanámskeið
Ferðafélag Íslands býður upp á fjallaskíðaferðir og fjallaskíðanámskeið

Byrjendanámskeið í fjallaskíðun sem skiptist í fyrirlestur og verklegar æfingar.

Fyrirlesturinn fer fram rafrænt á TEAMS mánnudaginn 22. febrúar, þar sem farið verður yfir helstu atriði sem hafa þarf í huga á fjallaskíðum. Verklegt daginn eftir í Bláfjöllum. Hópurinn kemur saman við Bláfjallaskála. Síðan er haldið út í brekkur Bláfjalla og búnaðurinn prófaður með aðstoð reyndra leiðbeinenda og helstu tækniatriði fjallaskíðunar æfð. Námskeiðið tekur alls 4 klst.

DAGSKRÁ:

  • 22. febrúar. Fyrirlestur á TEAMS kl. 18
  • 23. febrúar. Verklegar æfingar í Bláfjöllum. Hópurinn kemur saman við Bláfjallaskála kl. 18

Verð: 15.000/18.000
Innifalið:  Kennsla og verklegar æfingar

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Tómas Guðbjartsson og Helgi Jóhannesson, FÍ fararstjórar sem leiða fjallaskíðaferðir félagsins. 

Bóka ferð