Búið að loka skálum á Laugaveginum

Hrafntinnusker í gærmorgun, ljósmynd: Halldór H. Halldórsson
Hrafntinnusker í gærmorgun, ljósmynd: Halldór H. Halldórsson

Nú er búið að loka og læsa skálum Ferðafélags Íslands fyrir veturinn á Laugaveginum; Landmannalaugum, Hrafntinnuskeri, Álftavatni, Hvanngili, Botnum á Emstrum og Langadal á Þórsmörk.  Skálar félagsins eru lokaðir nú á meðan þriðja bylgja Covid stendur þar sem ekki er hægt að tryggja fjarlægðarmörk.    Aðeins hefur snjóað á svæðinu og eins verið næturfrost nokkrar nætur.  

Vonir standa til að hefðbundin vetraropnun skála komist á í nóvember, þar sem félagsmenn geta fengið pantað skálapláss og fengið lykla á skrifstofu. 

Stefnt er að því að skálaverðir mæti aftur til starfa í Landmannalaugum í lok janúar 2021 fyrir vetrarumferðina.