Göngu- og skoðunarferð að gosstöðvum í Geldingadölum getur tekið allt að 4 - 8 klst allt eftir því hversu lengi er stoppað, fjölda göngufólks og veðri. Vegalengdin er frá 7 km og getur orðið allt að 11 - 12 km eftir því hvar hægt er að leggja. Ferðafélag Íslands hvetur alla sem hyggjast fara í skoðunarferð að gosstöðvunum að huga vel að búnaði og veðri og fylgja öllum leiðbeiningum almannavarnardeildar, lögrelgunnar á Suðurnesjum og björgunarsveita.
Sóttvarnalæknir hvetur fólk til að fara varlega og huga vel að 2 metra reglu og persónubundnum sóttvörnum.
Ferðafélag Íslands hvetur fólk til að skilja ekki eftir sig rusl á leiðinni, ganga vel um náttúruna, fara varlega og huga vel að gasmengun sem er sérstaklega hættuleg í lægðum í landslaginu sem og nálægt gosstöðvunum. Þá er rétt að ítreka að notkun áfengis í gosskoðunarferð er afleidd hugmynd.
Gönguferð að gosstöðvum er frá upphafsstað göngu getur verið allt frá 7 - 12 km löng leið . Að hluta til er gengið um grýtt landslag sem er aðeins á fótinn. Allir sem leggja í slíka göngu þurfa að vera í með allan réttan búnað og vera í góðu líkamlegu formi amk þokkalegu formi.
https://www.fi.is/is/frodleikur/bunadarlistar/dagsferdir