Dans dans dans

Það er oft stutt í dansinn á fjöllum
Það er oft stutt í dansinn á fjöllum

Ferðafélag Íslands býður upp á dansnámskeið í sal Ferðafélagsins, miðvikudaginn 29. janúar og þrjá miðvikudaga þar á eftir.

Dagskráin er eftirfarandi:

 

29. janúar kl. 18.00 

5. febrúar kl. 18:00

19. febrúar kl. 18:00

26. febrúar kl. 18:00 

 

Hver danstími er rúm klukkustund og er áhersla lögð á samkvæmisdansa. 

 

Danskennari er Anna Claessen og verkefnisstjóri er Reynir Traustason.

 

Anna var framkvæmdastjóri Dansíþróttasambandsins 2018-2019. Hún er með 10 ára reynslu í samkvæmisdansi og keppti hérlendis og erlendis í bestu hópunum. 

 

Þátttökugjald á námskeiðið fyrir parið er aðeins 18 þúsund krónur. Skráning fer fram á skrifstofu Ferðafélags Íslands í síma 568 2533 eða á heimasíðu félagsins

 

Skráning á námskeiðið