Ég ætla alla leið

Þátttakendur í FÍ Alla leið ganga á hæstu tinda landsins og fjölmörg önnur áhugaverð fjöll.
Þátttakendur í FÍ Alla leið ganga á hæstu tinda landsins og fjölmörg önnur áhugaverð fjöll.

FÍ Alla leið vor

FÍ Alla leið að vori er æfingaáætlun sem miðar að því að undirbúa þátttakendur fyrir fjallgöngu á hæstu tinda landsins.

Undirbúningurinn er þríþættur og felst í vikulegum fjallgöngum, sem stigmagnast að erfiðleikastigi, þrekæfingum og alhliða ferðafræðslu, meðal annars um klæðnað, búnað, næringu, öryggismál og jöklagöngur.

Verkefninu lýkur með göngu á einn af hæstu tindum landsins. Hægt er að velja um:

  • Sveinstind, 2. maí
  • Þverártindsegg 9. maí
  • Hrútsfjallstinda 16. maí
  • Hvannadalshnúk 30. maí
  • Glerárdalshringinn 3. júlí

Ef illa viðrar þessa uppgöngudaga, þá er sunnudagur til vara. Þátttakendur þurfa að velja tind fyrir lok mars.

Kynningarfundur: Miðvikudagur 8. janúar kl. 19, í sal FÍ, Mörkinni 6.

Hægt er að bóka í FÍ Alla leið vorprógram en einnig er hægt að bóka í FÍ Alla leið vor og haustdagskrá með afslætti.  Bókað er undir ferðir/fjallaverkefni/FÍ Alla leið. 

Verð í FÍ Alla leið vor er kr.
Verð: 67.900 kr.

Dagskrá FÍ Alla leið vor 2020

Hvenær Klukkan Hvað Hvar
8. jan 19:00 Kynningarkvöld  FÍ Sal, Mörkinni 6.
18. jan 10:00 Kynningarganga Mosfell. 3 km/250m
18. jan 14:00 Fræðsla Ferðamennska á fjöllum, næring og fatnaður
27. jan 17:45 Mánud.ganga Vífilstaðahringur. 7 km/150 m
1. feb 9:00 Laugard.ganga Lambafell. 11 km/400 m
10. feb 17:45 Mánud.ganga Hólmsheiði. 9 km/200 m
15. feb 9:00 Laugard.ganga Skálatindur Esju. 11 km/750 m
24. feb 17:45 Mánud.ganga Búrfell í Heiðmörk. 7,5 km/200 m
29. feb 8:00 Laugard.ganga Fjaran og hafið. 18 km/50 m
9. mar 17:45 Mánud.ganga Arnarhamar. 6 km/500m
14. mar 8:00 Laugard.ganga Ármannsfell. 10 km/750m
23. mar 17:14 Mánud.ganga Blákollur á Hellisheiði. 6 km/ 500 m
28. mar 8:00 Laugard.ganga Svínaskarðsleið. 20 km *
6. apr 17:45 Mánud.ganga Reykjafell og Æsustaðafjall. 6 km 
13. apr 17:45 Mándud.ganga Ingólfsfjall. 6 km/500 m
20. apr 17:45 Mánud.ganga Skálafell á Mosfellsheiði. 5 km /35 m
25. apr 8:00 Laugard.ganga Heiðarhorn. 11,5 km/1100 m **
  20:00 Fræðsla Jöklar og jöklagöngur. Ris FÍ, Mörkinni 6.
2. maí   Toppadagur Sveinstindur. 22 km/2000 m (1 af 5) ***
6. maí  17:45 Miðvikud.ganga Gráuhnjúkar og Stakihnúkur á Hellisheiði. 5 km/350m
9. maí   Toppadagur Þverártindsegg. 23 km/2000 m (1 af 5) ***
13. maí  17:45 Miðvikud.ganga Kerhólakambur. 8 km/850 m 
16. maí   Toppadagur Hrútsfjallstindar. 13 km/2000 m (1 af 5) ***
21. maí  8:00 Fimmtud. Níu tindar Hafnarfjalls. 16 km/1100 m **
30. maí    Toppadagur  Hvannadalshnúkur. 24 km/2100m (1 af 5) ***
3. júl 8:00 Toppadagur  Glerárdalshringurinn. 45 km/4500m (1 af 5) ***

 

*    Farið með rútu ef næg þátttaka næst, greiðist aukalega
**  Mögulega krafa um jöklabrodda og ísexi
*** Jöklabúnaður 

Athugið að dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar vegna veðurs og/eða annarra aðstæðna.