Eldri og heldri af stað á ný

Eldri og heldri félagar í FÍ ganga saman sér til heilsubótar og gleði.
Eldri og heldri félagar í FÍ ganga saman sér til heilsubótar og gleði.

Skipulagðar göngur fyrir eldri og heldri félaga FÍ hefjast á ný þann 19. apríl nk. undir stjórn Ólafar Sigurðardóttur.
Göngurnar verða á mánudögum og fimmtudögum og hefjast kl. 11.00. Gengið verður á stígum og götum innan borgarlandsins og að jafnaði er ákveðið með viku fyrirvara hvert leiðin liggur hvert sinn. Göngurnar vara í 60-90 mínútur hvert sinn. Lögð er áhersla á að halda gönguhraða þannig að allir geti fylgt hópnum. Ganga er mikil heilsubót fyrir sál og líkama og margar rannsóknir sem styðja að reglulegar gönguferðir, jafnvel þar sem álag er ekki mikið, auka hreysti manna og auka vellíðan.
Hér gefst úrvals tækifæri til þess að rækta tengslin við gamla göngufélaga eða kynnast nýjum og arka um ókunnar eða kunnuglegar slóðir undir traustri fararstjórn. Ekkert jafnast á við að vera úti undir beru lofti í skemmtilegum félagsskap. 
Skráning stendur yfir í verkefnið og enn eru laus pláss. Ekki missir sá sem fyrstur fær segir máltækið. Hér er hlekkur á skráningarsíðuna.