Ferðakynningar standa yfir

Um þessar mundir eru fararstjórar Ferðafélags Íslands að halda kynningar á þeim ferðum sem þeir stýra í sumar. Þetta á bæði við um sumarleyfisferðir sem eru fullbókaðar og þær sem enn eru fáein pláss laus.
Eins og við erum öll búin að læra á þá fara þessir fundir ýmist fram á netinu gegnum fjarfundabúnað þar sem hægt er að sýna glærur og myndir og svara fyrirspurnum eða í beinni útsendingu á hinni sívinsælu Facebook.
Viðburðir þessir eru alltaf auglýstir og kynntir inni á síðu Ferðafélags Íslands á fésbókinni. Hér er hlekkur inn á þá síðu.
Þeir sem vilja fylgjast með starfsemi Ferðafélags Íslands ættu að vakta fésbókarsíðuna og skrá sig á þær kynningar sem vekja áhuga þeirra.