Ferð Landverndar og SUNN um Jökulsárnar í Skagafirði og vatnasvið Skjálfandafljóts

Ferðin land í hættu sem Landvernd FÍ og SUNN stóðu að um síðustu helgi gekk afar vel. Á fjórða tug þáttakenda fóru um og fræddist um virkjunaráform í Skagafirði og við Skjálfandafljót. Þessi tvö mikilvirku jökulfljót renna um stórfenglegt landssvæði sem orkufyrirtæki hafa augastað á.
 
Á myndunum má sjá Gunnlaug F. Friðriksson á Sunnuhvoli í Bárðardal fræða um áformaða Einbúavirkjun í Skjálfandafljóti, hópinn við Laugarfell þar sem gist var, Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti og hópinn á stærstu fræðiengjum landsins við Héraðsvötn í Skagafirði