Ferðaáætlun FÍ 2021

Forsíðumyndin á ferðaáætlun FÍ 2021. Myndina tók Tómas Guðbjartsson á Víknaslóðum upp af Breiðuvík.
Forsíðumyndin á ferðaáætlun FÍ 2021. Myndina tók Tómas Guðbjartsson á Víknaslóðum upp af Breiðuvík.

Ferðaáætlun FÍ 2021 birtist hér á heimasíðunni í dag  fimmtudaginn  10 desember og hefjast þá bókanir um leið. 

Ferðaáætlunin 2021 er óvenju glæsileg og hátt í tvöhundruð ferðir í áætluninni, allt frá gönguleiðum í byggð yfir á hæstu tinda. Sumarleyfisferðir, helgarferðir, dagsferðir, skíðaferðir, fjalla- og hreyfiverkefni sem og Ferðafélag barnanna og FÍ Ung og deildaferðir eru í áætluninni. Að venju eru bæði sígildar ferðir sem og nýjar ferðir og allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. 

Hér má skoða ferðaáætlunina á flettiforriti