Ferðaáætlun FÍ 2023 í vinnslu

Í ferðaáætlun FÍ eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Í ferðaáætlun FÍ eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Ferðaáætlun FÍ 2023 hefur verið í undirbúning hjá ferðanefnd síðustu vikur með góðum stuðningi skrifstofu og Heiðu Meldal ferðafulltrúa. Stefnt er að því að ferðaáætlunin líti dagsins ljós í byrjun desember. Að venju verður áætlunin stútfull af ferðum þar sem allir eiga að finna eitthvað við sitt hæfi.  Má  þar  nefna sumarleyfisferðir og styttri ferðir, skíðaferðir, söguferðir og vinnuferðir.  Þá verða fjölmörg fjallaverkefni í boði auk þess sem Ferðafélag barnanna verður með glæsilega dagskrá.  Þá eru ótaldar ferðir deilda um allt land, námskeið og fræðslustarf.