Ferðaáætlun FÍ 2024

Ferðaáætlun FÍ 2024 er nú komin í birtingu hér á heimasíðunni.
Ferðaáætlunin er líkt og síðustu ár ekki prentuð heldur er hún eingöngu aðgengileg á heimasíðunni undir ferðir.

Heiðrún Meldal ferðafulltrúi FÍ hefur leitt vinnu við undirbúning ferðaáætlunar á skrifstofu FÍ í góðu samstarfi við ferðanefnd félagsins og fararstjóra. ,,Ferðaáætlunin er að venju full af spennandi ferðum, bæði sumarleyfisferðum, styttri ferðum, skíðaferðum sem og dagskrá gönguhópa og fjallaverkefna. Eins kynna ferðafélög víða um land dagskrá sína og þá má nefna dagskrá Ferðafélags barnanna, með fróðleik í fararnesti, samstarfsverkefni með Háskóla Íslands, svo dæmi séu tekin, " segir Heiða. Hún segir að allir eigi að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í ferðaáætluninni. ,, við erum með gönguferðir í byggð og í nærumhverfinu sem og úti í náttúrunni, upp til fjalla og á hæstu tinda landsins. Um leið er aldurshópurinn allt frá ungabörnum í barnavagnagöngum yfir í eldri og heldri og allt þar á milli. 

Af umhverfisástæðum er ferðaáætlunin nú birt með stafrænum hætti, líkt og sl. tvö ár og hefur því verið vel tekið af félagsfólki. Um leið er tækifæri til að vinna með ferðir með styttri fyrirvara og breyta, uppfæra eða bæta við ferðum eftir aðstæðum.

 

Hægt er að bóka í ferðir á heimasíðunni.

 

Allt frá gönguferðum í byggð yfir á hæstu tinda. Allir eiga að finna eitthvað við sitt hæfi í ferðaáætlun FÍ 2024.

 

Fjallaskíðaferðir njóta mikilla vinsælda, fjölmargar fjallaskíðaferðir má finna í ferðaáætlun FÍ 2024.