Ferðafélag Grænlands stofnað 9. maí

Hér má sjá þær Ingu Dóru Guðmundsdóttur og Miiti Geisler alsælar með gjöfina sem komið verður fyrir á fjalli í grennd við Nuuk.
Hér má sjá þær Ingu Dóru Guðmundsdóttur og Miiti Geisler alsælar með gjöfina sem komið verður fyrir á fjalli í grennd við Nuuk.

Ferðafélag Grænlands var stofnað 9. maí sl. á fundi í NUUK. Gísli Már Gíslason ritari stjórnar FÍ flutti hinu nýstofnaða félagi kveðju frá Ferðafélagi Íslands. Tómas Guðbjartsson stjórnarmaður í FÍ hélt fyrirlestur um hjarta Íslands og fjallaskíðaferðir.  Inga Dora Markussen hefur leitt undirbúningsvinnu á Grænlandi ásamt góðum félögum og Reynir Traustason og Stefán Magnússon hreindýrabóndi hafa unnið að stuðningi þessa verkefnis hér heima.  Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra er verndari verkefnisins.

Ferðafélag Íslands færði hinu nýstofnaða Ferðafélagi Grænlands gestabók og vandaðan álkassa að gjöf.

Ferðafélagi Grænlands var hleypt af stokkunum með formlegum hætti með fjallgöngu um nýliðna helgi. Ferðafélag Íslands veitir hinu nýstofnaða félagi margvíslegan félagslegan stuðning við stofnun félagsins og mun veita þann stuðning áfram eftir því sem hið nýja ferðafélag eflist og styrkist. Um 40 manns mættu í stofngönguna.

Settur var niður vandaður póstkassi sem var gjöf frá Ferðafélagi Íslands. Þorbjörn Jónsson, sendiherra Íslands, var viðstaddur og lagði hönd á plóg. Gísli Már Gíslason og Tómas Guðbjartsson stjórn FÍ voru viðstaddir atburðinn. Gísli Már flutti hinu nýstofnaða félagi kveðju frá Íslandi.

Til hamingju Ferðafélag Grænlands.