Ferðafélag Íslands aflýsir öllum ferðum til 10. ágúst

Samkvæmt leiðbeiningum frá heilbrigðisráðherra sem taka gildi á hádegi 31. júlí, þar sem 2ja metra fjarlægð á milli fólks er á ný orðin regla en ekki valkvæð hefur Ferðafélag Íslands aflýst öllum ferðum félagsins til 10. ágúst nk. og verður staðan þá endurmetin. Þátttakendum í ferðum sem er aflýst er endurgreitt að fullu. 

Allt gistipláss í skálum félagins hefur verið takmarkað enn frekar og gerð krafa um andlitsgrímur í skálum og á skálasvæðum. Ferðafélag Íslands hvetur alla til að fylgja leiðbeiningum almannavarna og landlæknis og huga vel að hreinlæti, sóttvörnum og virða 2ja metra regluna.