Ferðafélag Íslands og Covid reglur í skálum og ferðum

Ferðafélag Íslands hvetur alla til að huga að persónubundnum sóttvörnum og passa upp á fjarlægðarmör…
Ferðafélag Íslands hvetur alla til að huga að persónubundnum sóttvörnum og passa upp á fjarlægðarmörk.

Ferðafélag Íslands leggur sig fram um að fylgja Covid reglum í öllu sínu starfi. Eftir að nýjar reglur voru kynntar sl. föstudag hefur skálasvæðum verið skipt upp í hólf og umferð og notkun á salerni, í eldhús og matsel stýrð eftir hópum og hólfum. Merkingar og spritt eiga að vera áberandi á öllum skálasvæðum og gestir eru minntir á að passa vel upp á persónubundnar sóttvarnir og tryggja fjarlægðarmörk eða að örðum kosti nota grímur. 

Á hverju skálasvæði verður hólfaskipting með tilliti til salerna og sturtuaðstöðu.

  • Brýnt er fyrir öllum gestum að spritta sig vel, sótthreinsa sameiginlega snertifleti og virða hólfaskiptinguna.
  • Brýnt er fyrir skálagestum að aðeins einn úr hverjum hópi eldar ef mögulegt er til að lágmarka fjöldann í eldhúsinu.

Þar sem ekki er hægt að tryggja meters reglu þar er grímuskylda. 

Í ferðum félagsins er reglum fylgt þannig að reynt er að tryggja meters fjarlægð að kosti að nota grímu og þátttakendur hvattir til að huga vel að persónubundnum sóttvörnum og fjarlægðarmörkum. 

Varðandi afbókanir vegna Covid þá leggur Ferðafélag Íslands sig fram um að koma vel á móts við félagsmenn og þátttakendur í Covid aðstæðum en áskilur sér 8 - 12 vikur til að leysa úr málum.   Við biðlum til félagsmanna og þátttakenda um að senda slíkar fyrirspurnir og eða afbókanir á fi@fi.is 

með góðum kveðjum og vinsemd, 

Við erum öll almannavarnir 
Ferðafélag Íslands