Ferðanefnd undirbýr næsta ár

Göngugarpar á vegum FÍ við hinn rómaða Grænahrygg í Jökulgili við Landmannalaugar.
Göngugarpar á vegum FÍ við hinn rómaða Grænahrygg í Jökulgili við Landmannalaugar.

Um þessar mundir er undirbúningur næsta árs að hefjast, þar á meðal skipulag ferða. Ferðanefnd Ferðafélags Íslands sest á rökstóla í vikunni, lítur yfir farinn veg og skipuleggur síðan ferðir næsta árs og sumars. Sumarið sem er að líða var með þeim betri í sögu félagsins og fullskipað í langflestar ferðir sem settar voru á dagskrá.
Þeir sem luma á góðum hugmyndum að ferðum sem þeir telja að ættu að vera á dagskrá Ferðafélags Íslands geta sent póst á fi@fi.is og reifað þar hugmyndir sínar.