Ferðum FÍ, fjalla- og hreyfiverkefnum frestað á meðan samkomubann stendur

Við þær aðstæður sem nú eru upp er mikilvægt að fylgja leiðbeiningum almannavarna og sóttvarnarlækni…
Við þær aðstæður sem nú eru upp er mikilvægt að fylgja leiðbeiningum almannavarna og sóttvarnarlæknis

Öllum ferðum Ferðafélags Íslands, fjallaverkefnum og hreyfihópum hefur verið frestað á meðan samkomubann stendur.

Skálar félagsins verða lokaðir á meðan samkomubann stendur.

Aðalfundi félagsins sem var boðaður 25 mars hefur verið frestað.

Ferðafélag Íslands hvetur alla til að fylgja leiðbeiningum sóttvarnarlæknis og almannavarna.

Ferðafélag Íslands hvetur alla við þær aðstæður sem nú eru uppi í samfélaginu til að huga vel að eigin heilsu, sofa vel, borða hollan og góðan mat, fara út í gönguferðir í sínu nærumhverfi, einn með sjálfum sér eða í fámennum hópi, fylgja leiðbeiningum um hreinlæti og samskipti. Um leið að takast á við þessa brekku sem framundan er með hugarró og yfirvegun, þrautseigju og styrk.

Við erum öll almannavarnir og berum ábyrgð á ferðum okkar og þátttöku í samfélaginu við þær aðstæður sem nú eru uppi.