Sumarleyfisferðir FÍ í fullum gangi

Það er fátt betra en góð gönguferð um okkar fallega land og kynnast náttúru, sögu, dýralífi og gróðurfari. Góð leiðsögn og frábær félagsskapur eykur enn frekar á jákvæða upplifun í slíkri gönguferð. Allt þetta hafa sumarleyfisferðir FÍ upp á að bjóða og um þessar mundir eru sumarleyfisferðir í gangi um allt land. Fleiri og fleiri landsmenn fara í eina góða sumarleyfisferð á hverju sumri og sumir jafnvel í tvær eða þrjár eða enn fleiri enda togar náttúran, friðurinn og frelsið stöðugt meira í þá sem kynnast dásemdum íslenskrar náttúru. Margar sumarleyfisferðir FÍ eru fullbókaðar en ennþá má finna laus pláss í nokkrar ferðir.

Rósa Sigrún Jónsdóttir fararstjóri hjá FÍ tók þessar fallegu myndir í einni sumarleyfisferð sem nú er nýlokið, það er nú augljóst hvar!