Fjalla- og hreyfiverkefni FÍ 2021

Á góðum degi á Öræfajökli með FÍ
Á góðum degi á Öræfajökli með FÍ

Fjalla- og hreyfiverkefni 2021 verða kynnt á heimasíðu FÍ næstu daga.  Sala í verkefnin hefst þriðjudaginn 8. desember.  Að venju eru fjölmörg fjalla- og hreyfiverkefni sem hefja göngu sína í upphafi árs.  Þar má nefna sígild verkefni eins og FÍ Alla leið,  FÍ Léttfeti, fótfrár og Þrautseigur og FÍ Fyrsta skrefið.  Þá eru nýleg verkefni eins og FÍ Göngur og gaman og FÍ Göngur og jóga  og FÍ Kvennakraftur og FÍ Hjól og fjall sem verða á sínum stað.  Ný verkefni eru síðan FÍ Meistaradeildin og FÍ 52 fjöll, svo og FÍ Tindar og FÍ ævintýrafjöll.  FÍ Landvættir og FÍ Landkönnuðir fóru af stað í haust  sem og í FÍ Fjallahlaup. 

Öll þessi verkefni birtast á heimasíðu FÍ þriðjudaginn 8. desember.