Fjallaspjallið með Vilborgu Örnu pólfara

Fjallaspjallið með Vilborgu - ný podcast þáttaröð  Ferðafélags Íslands
Fjallaspjallið með Vilborgu - ný podcast þáttaröð Ferðafélags Íslands

Fjallaspjallið með Vilborgu Örnu pólfara er ný podcast þáttaröð sem Ferðafélag Íslands setur nú í loftið. Í fjallaspjallinu ræðir Vilborg Arna við fjallafólk, fararstjóra og fjallaleiðsögufólk sem segir frá ævintýrum á fjöllum, reynslu og upplifun. 

Í fyrsta þætti ræðir Vilborg Arna  við frumkvöðulinn og fjallakonuna Önnu Láru sem hefur svo sannarlega lagt sitt af mörkum til íslenskrar fjallamennsku og útivistar. Hún segir okkur söguna af því þegar suðurhlíðin af Hrútsfjallstindum var klifin í fyrsta skipti, af leiðngrinum á Alpamayo sem og fyrsta íslenska leiðangrinum í Himalaya fjöllin.  

Hlekkur á fyrsta þátt;  Fjallaspjallið með Vilborgu

  

Podcast þættir Ferðafélags Íslands frá fyrri árum eru allir aðgengilegir hér á heimasíðu FÍ https://www.fi.is/is/frodleikur/attavitinn