Fjallaverkefni FÍ 2023

Ferðafélag Íslands býður upp á fjölmörg fjallaverkefni 2023
Ferðafélag Íslands býður upp á fjölmörg fjallaverkefni 2023

Ferðafélag Íslands býður upp á fjölmörg fjallaverkefni og útivistarhópa sem snúast um reglulegar fjallgöngur, heilsubót og góðan félagsskap.

Meginmarkmið þessara hópa er útivera, náttúruupplifun, gleði og góður félagsskapur. Eins og í öllum ferðum Ferðafélags Íslands er mikil áhersla lögð á fræðslu og öryggi á fjöllum.

Flest verkefnin hefjast í upphafi árs og standa ýmist í nokkra mánuði, hálft ár eða heilt ár.

Fjallaverkefni FÍ 2023 eru komin í kynningu hér á heimasíðunni og bókanir hafnar.