Fjöldi nýrra félagsmanna

Á Hafnarfjalli
Á Hafnarfjalli

Það er gaman að segja frá því að undanfarið hafa á annað hundrað nýir félagar bæst í hóp okkar góðu félagsmanna. Við bjóðum þá að sjálfsögðu hjartanlega velkomna í félagið og minnum í leiðinni á ávinning þess að eiga aðild að Ferðafélagi Íslands.

Félagsaðild veitir félagsmönnum alls kyns fríðindi, til dæmis betri verð í skála, í ferðir og verkefni FÍ og afslátt á útivistarbúnaði svo eitthvað sé nefnt.

Ekki má heldur gleyma árbókinni góðu sem er um þessa dagana á leiðinni í dreifingu til allra þeirra sem þegar hafa greitt árgjaldið.

Lesa nánar um fríðindi og afsláttakjör FÍ félaga