Frá Fjallakofanum

Félagar okkar hjá Fjallakofanum, okkar góða samstarfsaðila, vilja koma eftirfarandi skilaboðum til allra félagsmanna okkar. Við gefum þeim orðið.

Ferðafélag Íslands og Fjallakofinn

Ágæti viðtakandi,

Já - ,,skrítnir tímar'' - ,,fordæmalausir tímar'' - ,,ótrúlegt ástand'' - það er sama til hvaða líkingamáls við grípum, ekkert okkar hefur, sem betur fer, upplifað annað eins og nú, og næsta öruggt að eftir að þetta gengur yfir munum við lifa í breyttum heimi.
Sem betur fer verður þó ýmislegt sem að örugglega mun halda áfram eins og áður og eitt af því er samstarf FÍ og Fjallakofans sem stendur traustum fótum, og svo heldur Ísland áfram að vera frábær staður til þess að búa á - og leika sér á - því þó svo að ferðafrelsið sé að einhverju leyti takmarkað þessa dagana þá gengur það yfir fyrr en varir og hin ágætu orð FÍ ,,Skráðu þig inn - drífðu þig út" og Fjallakofans ,,Fjallakofinn fylgir þér alla leið" munu þá, sem aldrei fyrr, eiga vel við og eiga góða samleið hvort með öðru, héðan í frá sem hingað til!

Fjallakofinn og COVID-19

Við hjá Fjallakofanum, eins og allir aðrir, finnum auðvitað fyrir stöðunni eins og hún er þessa dagana og höfum því lokað verslun okkar að Laugavegi 11 tímabundið. Aðeins höfum við líka stytt afgreiðslutímann í verslun okkar í Kringlunni 7 og um leið skipt starfsmannahópnum upp til þess að geta áfram þjónustað ,,okkar fólk" ef eða þegar að svo færi að einhver okkar myndu forfallast.

Opnunartími Kringlan 7

Mánudaga - föstudaga 12-18

Laugardaga 10-16

Sunnudaga - lokað

Við erum öll almannavarnir

Að sjálfsögðu þurfum við öll að hlýða Víði, halda okkur sem mest heima, sleppa öllum lengri ferðalögum, en viðra okkur aðeins þegar aðstæður bjóða án þess að búa til úr því hópsamkomu, passa bilið í næsta mann þegar við förum út að versla o.s.frv.
Við hjá Fjallakofanum leggjum okkar af mörkum með þvi að hafa sóttvarnir í hávegum, telja inn í verslunina og minna okkur sjálf og viðskiptavinina á að halda sig í hæfilegri fjarlægð hvert frá öðru. Sem betur fer er verslunin okkar í Kringlunni 7 stór og rúmgóð svo þessu er auðvelt að framfylgja.

Félagar FÍ og heimasíða Fjallakofans

Eins og kunnugt er þá njóta félagar í FÍ sérkjara í verslunum Fjallakofans.
Í ljósi þess hversu sístækkandi hópur fólks nýtir sér heimasíðuna okkar til þess að versla heima í stofu þá höfum við gert þá breytingu á vefversluninni að þegar félagar í FÍ versla þá slá þeir inn kóðann FI2020 þegar að greiðslu kemur og þá reiknar kerfið hinn fasta 15% afslátt af viðskiptunum.
Og til þess að bæta um betur í samstarfi FÍ og Fjallakofans þá höfum við sett inn annan kóða; MARMOT2020 og við það að nota hann reiknast 25% afsláttur af öllum Marmot fatnaði út apríl mánuð svo við segjum einfaldlega við þig sem félaga í FÍ; við erum hér fyrir þig, auðmjúk og þakklát fyrir okkar góða samstarf og samskipti - notaðu eftir þörfum og njóttu vel - með góðum kveðjum frá okkur :-)

Starfsfólk Fjallakofans