Frábær skráning í haustverkefni FÍ

Ég fer á fjöll.  Ljósmynd Þuríður Erla.
Ég fer á fjöll. Ljósmynd Þuríður Erla.

Fullbókað er í haustverkefni Ferðafélags Íslands, FÍ Alla leið og FÍ Næsta skrefið. Einnig er fullbókað í Landvætti Ferðafélags Íslands 2020.  Þátttaka í ferðum FÍ í sumar hefur einnig almennt verið mjög góð og eru það mikil ánægjutíðindi hvað landsmenn eru duglegir að stunda útivist og ferðast um landið.  Ferðanefnd Ferðafélags Íslands hefur nú hafið störf við að skipuleggja ferðaáætlun næsta árs sem mun birtast á heimasíðu FÍ í byrjun desmeber 2019.