Fyrsta myndakvöld ársins 20. febrúar

Fyrsta myndakvöld ársins verður haldið í sal FÍ í Mörkinni 6 miðvikudaginn 20. febrúar kl. 20:00.


Gísli Már Gíslason prófessor fjallar um náttúru og nytjar við Látrabjarg í máli og myndum.  Þórarinn Björnsson verður með sýningu sem hann nefnir „Hið smáa í íslenskri náttúru“ með áherslu á  fléttur og skófir á steinum.

Aðgangseyrir kr. 600
Innifalið kaffi og kleinur í hléi.

Allir velkomnir.