Gjafabréf - ferðir - bókapakkar - aðild að ævintýrum og upplifun.

Besta jólagjöfin í ár,  ævintýri, upplifun og bætt heilsa með þátttöku í starfi FÍ.
Besta jólagjöfin í ár, ævintýri, upplifun og bætt heilsa með þátttöku í starfi FÍ.

Á skrifstofu FÍ Mörkinni 6 má nú finna mikið úrval af bókapökkum sem er frábær jólagjöf ferðafélagans. T.d. má nefna bókapakka eins og Vestfirðingurinn, Flakkarinn Jarðfræðingurinn , Dalamaðurinn, Útilegumaðurinn og Hálendingurinn svo eitthvað sé nefnt. Einnig eru til fræðslurit, gönguleiðarit og kort að ógleymdum árbókum félagsins.

Um leið er hægt að kaupa gjafabréf FÍ sem gildir í ferðir eða fjallaverkefni og aðild að félaginu er frábær jólagjöf og er allt í senn gjöf sem stuðlar að bættri heilsu, góðum félagsskap, ævintýrum og upplifun.