Gönguferð á OK 18. ágúst

Sunnudaginn 18. ágúst nk. verður gengið á Ok sem er 1.198 m. há dyngja vestur af Langjökli en í gönguferðinni verður komið fyrir minnisvarða um Ok-jökul. Hjalti Björnsson og Guðjón Benfield, leiðsögumenn, mun vera þátttakendum til halds og trausts.  Gangan upp að öskju Oks og leifum Ok-jökuls er um það bil 2 klukkustundir, en ísmassinn á toppi Ok uppfyllir ekki lengur þau vísindalegu skilyrði sem til þarf til að teljast jökull.

Ferðin er farin fyrir tilstilli Dominic Boyer og Cymene Howe, prófessora í mannfræði við Rice-háskóla í Bandaríkjunum sem frumsýndu heimildarmynd um Ok-jökul á síðasta ári. Þá var líka farið í gönguferð á Ok sem hafði það markmið að velja stein fyrir uppsetningu minnisvarða fyrir þennan fyrsta íslenska jökul til þess að missa titil sinn vegna loftslagsbreytinga. Í göngunni í ár verður minnisvarða komið fyrir og hann vígður. Þessi koparskjöldur með minningarorðum eftir Andra Snæ Magnason verður fyrsti minnisvarðinn um jökul sem var; auðmjúk viðurkenning á jökli sem eitt sinn færðist til en er nú aðeins það sem jöklafræðingar kalla "dauðís".

Margir eru hugfangnir af jöklum og þrá að komast í tæri við þá, ganga á þeim eða keyra um þá á vélsleðum. Ferðin "The Un-Glacier Tour" sem er nú farin í annað sinn og gæti útlaggst sem "Van-Jöklaferð" á íslensku er talsvert frábrugðin jöklaferðum. Göngumenn fara á topp Ok til að skoða það sem eftir er af jöklinum. Á meðan loftslagsbreytingar af mannavöldum bræða jökla hvarvetna, er Van-Jöklaferðin tækifæri til að velta fyrir sér örlögum jökla og fagna tilvist þeirra. Frá toppi Ok er mögulegt að sjá þrjá aðra ægifagra jökla í nágrenninu sem og aðra dyngju, Skjaldbreiður.

Gönguferðin er ekki erfið en þátttakendur eru beðnir um að klæða sig eftir veðri og hafa með sér skjólgóðan fatnað, nesti og vatnsflöskur. Áætlað er að koma aftur til Reykjavíkur fyrir kvöldmat.

Brottför:  Kl. 09:00 með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6.

Verð: Ókeypis, en takmarkað sætaframbið í rútu (fyrstir koma fyrstir fá!)

Frekari upplýsingar um gönguna er að finna hér á þessari síðu: https://www.notokmovie.com/
Og skrá sig má með því að senda nafn sitt gegnum þessa síðu hér: https://www.notokmovie.com/contact

Á vefsíðunni má einnig finna upplýsingar um heimildarmyndina sem frumsýnd var á síðasta ári.