Háfjallakvöld í Háskólabíó - 27 nóvember kl. 20

Háfjallakvöld FÍ
Háfjallakvöld FÍ

Mánudagskvöldið 27. nóv. kl. 20 – 22 býður Ferðafélag Íslands til Háfjallakvölds þar sem haldið verður upp á 96 ára afmæli félagsins. Sérstakur heiðursgestur og fyrirlesari er einn frægasti háfjallagarpur heims, Garrett Madison frá Seattle í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann klifið Everest 11 sinnum, K2 þrisvar í 6 tilraunum, og síðastliðið vor bæði Nuptse og Lothse. Auk þess hefur hann klifið öll hæstu fjöll hverrar heimsálfu (7 Summits) margsinnis, oftar en ekki sem leiðsögumaður. Sem leiðsögumaður á hæstu fjöllum heims er hann oftar en ekki í hættulegasta starfi í heimi, Þetta er fyrsta heimsókn Garrett til Íslands og mun hann í fyrirlestri sínum, sem heitir Guiding the world highest peaks and beyond, segja frá ævintýrum sínum í öllum heimshornum og frá hæstu fjöllum heims með stórbrotnu myndefni og skemmtilegum sögum, enda frábær og eftirsóttur fyrirlesari.

Fyrir hlé mun Ólöf Sívertsen, forseti FÍ, segja frá ferðaáætlun félagsins á næsta ári og nýjum áherslum en síðan heldur Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir fyrirlestur um nýlegar göngur sínar á hæsta fjall Suður-Ameríku, Aconcagua, en einnig í grunnbúðir Everest og í síðasta mánuði á brattan tind Imje Tse (Island Peak) í Nepal.

Aðgangseyrir er kr 1500  og rennur ágóði til að kaupa hlý föt á munaðarlaus skólabörn í einu af fátækustu svæðum Nepal, Tacsind.

 

 Kaupa miða