Hlýtt í hjartanu

Það er dásamlegt að hlaupa úti í náttúrunni
Það er dásamlegt að hlaupa úti í náttúrunni

Fjalla­hlaupa­hóp­ur Ferðafé­lags Íslands læt­ur ekki vetraraðstæður og kulda  á sig fá. Skömmu fyrir jól stóð hlaupahópurinn fyrir sólarhrings áheitahlaupi og var í 24 klst hlaupið hring eft­ir hring í kring­um Reyn­is­vatn til styrkt­ar sum­ar­búðum lamaðra og fatlaðra í Reykja­dal.   Kjart­an Long, umsjónarmaður FÍ Laugavegshlaups var mjög ánægður með söfnunina enda söfnuðust um 600 þúsund krónur í verkefninu.  

mbl.is tók viðtal við Kjartan í þegar áheitahlaupið var að hefjast við Reynisvatn og var þá hörkufrost.  

En Kjart­an, er ykk­ur ekki kalt?

„Nei, okk­ur er svo hlýtt í hjart­anu,“ 

Til að gæta að sótt­vörn­um hljóp alltaf bara einn hlaup­ari í einu.

„Við erum 28 í hópn­um og þetta er sól­ar­hrings­hlaup þannig að all­ir fá svona einn klukku­tíma hver. Svo eru á meðal okk­ar hjón sem hlaupa þá sam­an.“

Tveir hlauparanna, Einar Rafn Viðarsson og María Kristín Gröndal, við …
Tveir hlaup­ar­anna, Ein­ar Rafn Viðars­son og María Krist­ín Grön­dal, við Reyn­is­vatn. Glögg­ir sjá Kær­leiks­kúl­una hang­andi á jóla­trénu, en hún er seld til styrkt­ar sum­ar­búðanna í Reykja­dal. Ljós­mynd/​Aðsend

Láta kuld­ann ekki stoppa sig

Kjart­an seg­ir að lítið mál sé að hlaupa þrátt fyr­ir frostið sem nú rík­ir. Í nótt hafi nátt­úr­an skartað sínu feg­ursta fyr­ir allra hörðustu hlaup­ar­ana.

„Það var dúna­logn og stjörnu­bjart hérna í nótt, al­veg ótrú­lega fal­legt. Svo erum við með lítið eld­stæði og við kveikt­um á kert­um þannig að þetta er al­veg rosa­lega kósí hjá okk­ur.“

Þegar hlaupið hófst höfðu safn­ast um 100 þúsund krón­ur.

„Ég vona að þetta verði komið upp í svona 2-300 þúsund í lok dags. Það væri al­veg af­skap­lega flott. Það færi þá í að kaupa hús­gögn og annað nyt­sam­legt fyr­ir sum­ar­búðirn­ar.“

Kjartan er forsprakki hlaupahópsins.
Kjart­an er umsjónarmaður FÍ Laugavegshlaups. Ljós­mynd/​Aðsend