Hvaða aðferðir henta þér til að minnka kolefnissporið

Fleiri og fleiri eru meðvitaðir um kolefnisporin sín
Fleiri og fleiri eru meðvitaðir um kolefnisporin sín

Kæri ferðafélagi

Við kynnum Loftslagsvernd í verki, glænýtt 6 – 8 vikna námskeið á vegum Landverndar, ætlað einstaklingum sem vilja prófa sig áfram og leggja sitt af mörkum í þágu loftslagsins.  Námskeiðið er valdeflandi ferli sem miðar að því að styðja þátttakendur til að finna eigin leiðir til að draga úr kolefnissporinu. Námskeiðið er unnið í litlum hópum og með gagnvirkri þátttöku í Vefskóla Landverndar. Námskeiðið býðst endurgjaldslaust fyrir þig kæri félagi í Ferðafélagi Íslands, sama hvar þú ert á landinu.

Enginn getur allt – en allir geta eitthvað

Þeir sem skrá sig verða hluti af 5 - 8 manna hópi sem ferðast saman í gegnum námskeiðið. Hópurinn vinnur sig í gegnum nokkra áfanga sem miða að því að hver þátttakandi skoði eigin lífsstíl, hvort sem er á heimilinu, í starfi eða sem almennur borgari. Þátttakendur hafa þannig stuðning og fá hugmyndir frá öðrum í hópnum – og í framhaldinu geta þeir velt fyrir sér til hvaða aðgerða sé hægt að grípa. Í kjölfarið setja þátttakendur sér raunhæf markmið til skemmri og lengri tíma. Fjallað er um samgöngur, matarvenjur, húsnæði, neyslu og hvernig við getum hvatt fleiri til dáða.

Skemmtilegt að vinna í hóp

Þeim sem skrá sig til þátttöku býðst að taka þátt í hópi þátttakenda eða jafnvel mynda hópa í kringum sig sjálfa, t.d. í fjölskyldunni, innan vinnustaðar eða í skóla. Fjarfundabúnaður er nýttur eftir þörfum og því hægt að taka þátt óháð búsetu.
Hópana leiða fróðir leiðbeinendur í gegnum verkefnið sem hafa hlotið til þess sérstaka þjálfun.

Taktu þátt strax í dag og dragðu úr eigin kolefnisspori!

Þátttaka í námskeiðinu stendur þér til boða endurgjaldslaust, kæri félagi í
Ferðafélagi Íslands. Til að taka þátt smellir þú á hlekkinn hér að neðan (til að ,,kaupa‘‘ námskeiðið í vefverslun Vefskóla Landverndar). Námskeiðið hefst um leið og verkefnisstjóri hefur fundið fyrir þig hóp og leiðbeinanda.
Afsláttarkóðinn tryggir þér 100% afslátt.

Afsláttarkóði:
lv2021

SKRÁÐU ÞIG TIL ÞÁTTTÖKU HÉR (https://landvernd.is/vefskoli/)