Jóla- og bókamarkaður FÍ

Þá er að renna upp sá tími árs sem við förum að líta í kringum okkur í leit að fallegum gjöfum handa fjölskyldu og vinum. Bók er alltaf góð gjöf og ekki síðri er gjöf á upplifun og hreyfingu í náttúru Íslands. 

Helsta markmið FÍ nú sem áður er að hvetja til ferðalaga um Ísland og vekja áhuga fólks á landinu, náttúru þess og sögu og er okkur því ljúft að bjóða til sölu gjafir sem gleðja og falla að markmiðum félagsins. 

Nýir bókapakkar

Flestir ættu að þekkja bækurnar, ritin og kortin sem alla jafna fást hjá FÍ. Nú höfum við að auki sett saman skemmtilega bókapakka sem við erum viss um að muni slá í gegn. Þetta eru pakkar eins og Vestfirðingurinn, Flakkarinn, Jarðfræðingurinn, Dalamaðurinn, Borgfirðingurinn, Skaftfellingurinn, Sunnlendingurinn, Útilegumaðurinn, Hálendingurinn, Eyfirðingurinn og Útlendingurinn. 

Gjafabréf og aðild að FÍ

Við minnum líka á að aðild að FÍ er góð gjöf sem inniheldur árbók næsta árs að ógleymdum gjafabréfunum sem nýta má í allar ferðir félagsins og í þau hópverkefni sem í boði verða á nýju ári.

Allt þetta er hægt að kaupa á vef FÍ og á skrifstofu okkar í Mörkinni 6. 

Vefverslun FÍ