Jólagjöfin í ár - fjallaverkefni FÍ

Góð gönguferð er allra meina bót. Þórsmörk er draumland margra ferðafélaga og Tindfjallahringurinn k…
Góð gönguferð er allra meina bót. Þórsmörk er draumland margra ferðafélaga og Tindfjallahringurinn klassísk gönguleið í Mörkinni. Hið tignarlega Rjúpnafell er hér í baksýn.
Bestu jólagjafir sem hægt er að gefa er vinátta, samvera, kærleikur, góður félagsskapur og góð heilsa. Með þátttöku í fjalla- og hreyfiverkefnum Ferðafélags Íslands má sameina allar þessar góðu gjafir í einn pakka. Gefðu sjálfum þér svona góða gjöf, maka þínum eða besta vini og þú verður þakklátur og glaður allt næsta ár.
 
Ferðaáætlun FÍ 2022 hefur fengið frábærar viðtökur og þegar hafa hátt í 1000 þátttakendur skráð sig í ferðir og verkefni næsta árs.
Ferðaáætlunin er á heimasíðu FÍ https://www.fi.is/is/ferdir/allar-ferdir, þar má finna sumarleyfisferðir, helgarferðir, dagsferðir, fjallaverkefni, námskeið, Ferðafélag barnanna og FÍ Ung og ferðir FÍ deilda víða um land.
 
Á Þorláksmessu verðum við í hátíðarskapi og drögum þá ferðavinninga úr hópi allra sem hafa tekið þátt í bros- og skammdegisgöngum FÍ og tilkynnum vinningshöfum um leið.