Kanntu að planta trjám?

Einn af fjölmörgum vegvísum Heiðmerkur.
Einn af fjölmörgum vegvísum Heiðmerkur.

Á laugardaginn gefst tilvalið tækifæri til að bregða sér á ókeypis námskeið í Heiðmörk og læra mikilvægustu þættina þegar kemur að plöntun og ræktun trjáa. 

Hvernig er hægt að nota skóginn? Hvernig nýtist hann? Hvað þarf að passa upp á? Hvar og hverju á að planta? Hvernig er best að grisja og hvaða verkfæri eru nauðsynleg fyrir trjáræktendur. 

Farið verður í göngutúr um skóginn og eru allir fullorðnir velkomnir. Ekki er ráðlagt að hafa börnin með þar sem á svæðinu verða ýmis verkfæri sem ekki eru ætluð börnum. 

Það eru Skógræktarfélag Reykjavíkur, norska sendiráðið og Oslóðarborg sem bjóða upp á námskeiðið sem haldið frá 11:00-15:30. 

Það eina sem þátttakendur þurfa að gera er að mæta klæddir eftir veðri en sendiráðið býður upp á kaffi og léttan hádegisverð.

Frekari upplýsingar og skráning er á Facebook viðburði námskeiðsins.