Kolla komin aftur til starfa fyrir FÍ

Á góðum degi á Laugaveginum
Á góðum degi á Laugaveginum

Kolbrún Björnsdóttir, leiðsögumaður með meiru og umsjónarkona FÍ Kvennakrafts, er komin aftur til starfa sem verkefnastjóri vefmiðla hjá Ferðafélagi Íslands.

Kolla stýrði vefmiðlum FÍ fyrir covid en hefur á síðustu tveimur árum einbeitt sér að uppbyggingu Kvennakrafts auk starfa fyrir LÍF styrktarfélag. Þau sem þekkja hana vita að hún er forfallin útivistarkona sem þreytist ekki á að hvetja öll að ferðast um landið og njóta þess að vera úti í náttúrunni og mun sú ástríða örugglega skila sér á miðlana okkar.

Við bjóðum Kollu hjartanlega velkomna aftur til starfa.