Kvennaferð um Laugaveginn

Ferðafélag Íslands stóð fyrir kvennaferð um Laugaveginn 2. - 4. júlí sl. ,,Þetta var frábær ferð sem tókst mjög vel í alla staði með 40 flottum konum, " sagði Kolbrún Björnsdóttir fararstjóri í ferðinni. Með Kollu voru Þóra Jóhanna Hjaltadóttir og Dögg Ármannsdóttir fararstjórar. Kolla segir að aðstæður hafi verið góðar á gönguleiðinni og hún er þegar lögð af stað í aðra ferð um Laugaveginn og nú með Ferðafélagi barnanna.