Kynningarganga Útideildarinnar

Hér má sjá hvar gangan hefst
Hér má sjá hvar gangan hefst

Útideildin er að hefja göngu sína og býður af því tilefni í opna kynningargöngu næsta miðvikudag, 13. maí.

Um er að ræða kvöldferð í Haukafjöll, sem eru í miðju stórrar eldstöðvar sem lá á milli Móskarðahnúka og Grímannssfells. Haukafjöll eru eins og Stardalshnúkar, leifar af gosrásum sem jöklarnir hafa sorfið niður og flottar klettaborgirnar standa eftir.

Gangan hefst kl. 18.00. Vegna takmarkana sóttvarnalæknis getum við ekki sameinast í bíla. Við hittumst við bæinn Hrafnhóla sem er staðsettur við brúna á Leirvogsá á leiðinni frá Mosfellsdalsvegi yfir að uppgöngu að Móskarðahnúkum. Við ökum upp allan Mosfellsdal dálítið upp fyrir Gljúfrastein, safn Halldórs Laxness. Beygt er til vinstri áleiðis að Skeggjastöðum og Hrafnhólum. Leggjum bílum í vegkanti þegar komið er yfir brúna við bæinn.

Gera má ráð fyrir 15 mín akstri frá Mosfellsbæ.

Gönguleiðin er um 6 km. Hækkun 300m.

Klæðnað og útbúnað þarf að miða við veður og aðstæður.

Fararstjórar:

Örvar Aðalsteinsson 8993109 Þóra Björk Hjartardóttir 8470506

Viðburður á Facebook