Kynningarganga Útideildar á Geitafell

Útideildin er að hefja göngu sína og býður af því tilefni í opna kynningargöngu næsta laugardag.

Um er að ræða dagsferð á þetta skemmtilega fjall sem stendur á hraununum suður af Þrengslum. Fjallið er áberandi vestan við veginn til Þorlákshafnar og gott er að ganga á það á vorin því það er frekar gróið og þvi ekki miklar aurbleytur.

Við ætlum að hittast kl. 8.00. á bílastæðinu við Össur að Grjóthálsi 5. Þar förum við yfir ökuleiðina og ökum síðan saman að uppgöngunni. Vegna takmarkana sóttvarnalæknis getum við ekki sameinast í bíla.

Ekin er Suðurlandsvegur og beygt inn á Þrengslaveg til Þorlákshafnar. Áður en vegurinn hækkar upp á brúnina ofan við Raufarhólshelli er beygt inn á slóða til hægri sem leiðir okkur að bílastæði nálægt fellinu. Þetta er á móti endanum á Litla-Meitli og Votabergi. Það þarf að meta hvort minni bílar komist alla leið en við skoðum það og fólk fær þá far síðasta spölinn með jeppum.

Gera má ráð fyrir 40 mín akstri frá Össuri.
Gangan hefst um kl. 9.00. Gönguleiðin er um 10 km. Hækkun 300m.
Gera má ráð fyrir að við verðum við bíla aftur uppúr hádegi.
Klæðnað og útbúnað þarf að miða við veður og aðstæður.

Fararstjórar:
Örvar Aðalsteinsson 8993109
Þóra Björk Hjartardóttir 8470506

Viðburður á Facebook