Landslag úr lofti

Múlajökull í Hofsjökli.
Mynd: Björn Rúriksson.
Múlajökull í Hofsjökli.
Mynd: Björn Rúriksson.

Myndakvöld verður haldið miðvikudagskvöldið 12. febrúar í sal FÍ  Mörkinni 6 og hefst kl. 20:00. Þemað í þetta sinn er Landslag úr lofti.

Sýndar verða myndir eftir Ólaf Haraldsson og Björn Rúriksson. 

Sýndarveruleiki úr lofti

Ólafur er gagnvirkur hönnuður og ljósmyndari sem unnið hefur undanfarin ár að stórum gagnvirkum ljósmyndaverkefnum en sýning hans nefnist „Sýndarverkuleiki úr lofti“. 

Á flugi yfir Íslandi í 50 ár

Björn er rithöfundur, bókaútgefandi, náttúruunnandi, ljósmyndari og reyndur flugmaður sem hefur ferðast um landið í lofti, á legi og láði í sextíu ár. Björn er höfundur allmargra bóka um Ísland, bæði ljósmynda- og kennslubóka. Sýning hans nefnist  „Á flugi yfir Íslandi í 50 ár“.

Miðaverð á sýninguna er 1.000 krónur sem greiðast við innganginn og eru kaffiveitingar innifaldar í verðinu. Í kaffihléi gefst svo gestum kostur á að skoða Ísland með sýndarveruleikagleraugum.