Langar þig að víkka æfingahringinn og prófa eitthvað nýtt?

Frá æfingaferð inn í Landmannalaugar.
Frá æfingaferð inn í Landmannalaugar.

FÍ hálfur Landvættur

Í ár bjóðum við upp á nýjung í Landvættaverkefni FÍ sem kallast hálfur Landvættur. Verkefnið miðar að því að taka styttri vegalengdir í Landvættaþrautunum sem eru Fossavatnsgangan, Bláalónsþrautin, Urriðavatnssundið og svo Þorvaldsdalsskokkið eða Jökulsárshlaupið. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þau sem vilja komast í frábært form í náttúru Íslands í skemmtilegum og styðjandi félagsskap með æfingum, æfingabúðum, keppnum og að öllum líkindum nýjum vinum. 

FÍ Ungvættur

Þá verður einnig boðið upp á FÍ ungvætti en það verkefni var sett á laggirnar til að þátttakendur í heilum og hálfum Landvætti gætu skráð unglingana sína í sömu þrautir og gert þetta þannig að fjölskylduverkefni. Það er fyrir unglinga á aldrinum 12-18 ára og taka þau þá stystu vegalengdirnar í öllum þrautunum. 

Kynningarfundur fyrir bæði hálfa Landvætti og Ungvætti verður þriðjudaginn 8. október kl. 19:30 í sal FÍ, Mörkinni 6. 

Viðburðurinn á Facebook