Laus sæti í fjölskylduferð í Þórsmörk

Það er margt um að vera í Þórsmörk að vetrarlagi.
Það er margt um að vera í Þórsmörk að vetrarlagi.

Það voru að losna nokkur sæti helgina 15.-17. nóvember í hina vinsælu fjölskylduferð Ferðafélags barnanna í Þórsmörk.

Þema ferðarinnar er jólin og verður meðal annars aðventan undirbúin og alls kyns ævintýri leituð uppi í óviðjafnanlegu umhverfi Þórsmerkur. Föndur, kvöldvaka, leikir, hellaskoðun, stjörnuskoðun og léttar göngur er meðal þess sem boðið er upp á. 

Þetta er tilvalið tækifæri til að njóta samverustunda með yngri kynslóðinni án utanaðkomandi truflana.